fbpx
Þriðjudagur 25.júní 2019
Matur

Harry prins og Meghan Markle ætla að ala konungsbarnið upp sem vegan

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 9. apríl 2019 11:30

Harry og Meghan.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Bretaprins og Meghan Markle eiga von á sínu fyrsta barni innan nokkurra vikna.

Parið ætlar að ala barnið upp í flæðigerva umhverfi, eða „gender fluid,“ samkvæmt heimildum Vanity Fair.

Sjá einnig: Meghan Markle og Harry segja nei við tvípóluðu kynjakerfi

Harry og Meghan ætla að ala upp barnið sitt sem vegan. Samkvæmt Woman‘s Day vill Meghan ala upp barnið vegan en drottningin er á móti því.

„Þetta hefur skapað spennu milli Meghan og Harry, sem vill ekki koma ömmu sinni í uppnám,“ segir heimildarmaður Woman‘s day.

„Konungsveldið mun ekki láta það viðgangast að barnið verður alið upp sem vegan.“

Meghan Markle fylgir vegan mataræði á virkum dögum og Harry hefur verið að „borða minna kjöt og meira af ávöxtum og grænmeti,“ samkvæmt News.com.au.

Vegan börn

Sífellt fleiri foreldrar eru að ala börnin sín upp sem vegan. Rannsókn sem kom út í fyrra segir að ein af hverjum tólf fjölskyldum í Bretlandi eru að alla upp börnin sín sem vegan, aðallega af heilsuástæðum.

Kjöt og aðrar dýraafurðir hafa verið tengdar við heilsukvilla eins og hjartasjúkdóma, sykursýki og krabbamein, meðan heilnæmt plöntufæði (e. wholefood plant-based diet) hefur verið tengt við góða heilsu.

Stærstu samtök næringasérfræðinga (The Academy of Nutrition and Dietetics) segja að vegan mataræði henti mannfólki á öllum lífsskeiðum, meðal annars á meðgöngu, í brjóstagjöf, ungbörnum, gömlu fólki og íþróttafólki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 1 viku

Í tilefni dagsins – Ekta, íslenskar pönnukökur

Í tilefni dagsins – Ekta, íslenskar pönnukökur
Matur
Fyrir 1 viku

Landsliðsveitingar í brúðkaupi aldarinnar – Kokkur sem sjálfur Gordon Ramsey hefur lofað

Landsliðsveitingar í brúðkaupi aldarinnar – Kokkur sem sjálfur Gordon Ramsey hefur lofað
Matur
Fyrir 2 vikum

Ofureinfalt salat sem er fullkomið í sólinni

Ofureinfalt salat sem er fullkomið í sólinni
Matur
Fyrir 2 vikum

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma

Rétturinn sem tryllir mannskapinn – Þessa uppskrift þarf að geyma