fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Bolludagurinn eyðilagður: Íslendingum er ekki skemmt – „Oj barasta“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 5. mars 2019 11:20

Ekki gaman að lenda í þessu á bolludaginn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast inn á matgæðingahópnum Matartips! um bollur gærdagsins, en svo virðist sem bolludagurinn hafi verið settur í uppnám hjá ansi mörgum.

Nokkuð margir matgæðingar kvarta sáran yfir því að hafa keypt köttinn í sekknum fyrir bolludaginn því bollur sem litu vel út í matvöruverslunum landsins reyndust vera myglaðar þegar heim var komið, þó dagsstimplar segðu til um annað.

Það virðist ekki vera neinn einn sökudólgur þegar kemur að mygluðum bollum, og hafa matgæðingar til að mynda lent í þessu með bollur frá Myllunni, Kristjánsbakarí, Bónus og Krónunni.

„Ég keypti frá Kristjáns[bakarí] í gær með stimplinum 5. mars og áttu að vera í eftirrétt í dag, voru allar myglaðar. Fór með þær í Krónuna sem ég keypti þær og var ekki sú fyrsta að skila í dag,“ skrifar einn matgæðingur. Takið eftir – ekki sú fyrsta til að skila bollum þann daginn.

„Myllan? Vinafólk mitt lenti í þessu í gær, 3 pakkar allar farnar að mygla að innan,“ skrifar annar.

Upprunalega innleggið í Matartips. Mynd: Skjáskot af Facebook.

Ýmsar kenningar eru uppi um af hverju bollurnar hafi myglað.

„Þá er örugglega verið að pakka þeim of blautum og illa pakkað,“ skrifar einn og annar bætir við:

„Bollurnar eru settar volgar í umbúðirnar og við það svitnar og myglar. Ég lét vita af þessu hjá Myllunni fyrir ári síðan og fékk veglega uppbót. Um að gera að láta vita af þessu strax og fá bætur fyrir óþægindin.“

Þessi meðlimur telur að um gamlar bollur sé að ræða:

„Ertu ekki að grínast, eru þeir að pakka gömlum bollum aftur?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa