fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Það sem Þórdís Ólöf matarbloggari borðar á venjulegum degi

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. mars 2019 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir er nemi á þriðja ári í arkitektúr við LHÍ. Þórdís hefur brennandi áhuga á matargerð, næringu og heilsu. Hún heldur úti uppskriftarsíðunni Grænkerar.is. Þórdís er vegan og hefur verið það síðan 2016.

DV vildi vita hvað matarbloggari eins og Þórdís borðar á venjulegum degi. Hún deilir einnig ljúffengri uppskrift að tortillum með svartbaunamauki.

Hvernig er venjulegur dagur hjá þér?

„Venjulegur dagur hjá mér byrjar á morgunæfingu í ræktinni eða sundspretti í Vesturbæjarlaug. Fyrir hálfu ári prófaði ég 16/8 föstuna. Mér leið vel af því að borða í þessum takti og hef því haldið mig að mestu við það síðan,“ segir Þórdís Ólöf.

„Skólinn byrjar oftast ekki hjá mér fyrr en klukkan 10 eða seinna og tek ég þá morgunmatinn með mér í skólann og borða hann um hádegi. Ég reyni að vera komin heim um þrjú og fæ mér þá heita og matarmikla máltíð. Suma daga koma svo nemendur til mín í stærðfræði- eða eðlisfræðikennslu  seinnipartinn.“

Þórdís elskar að gefa sér góðan tíma til að elda kvöldmat og borða með fjölskyldunni. Kvöldin eru svo vel nýtt í að vinna skólaverkefni. „En þegar ég vil gera vel við mig fer ég í langt heitt bað eða les góða bók.“

Saltkarmellu nicecream. Uppskriftina er að finna á graenkerar.is

Ertu búin að ákveða fyrir fram hvað þú ætlar að borða þann dag eða ferðu eftir tilfinningunni?

Ég undirbý oftast fyrstu máltíð dagsins, sem ég borða reyndar um hádegi. Best finnst mér að gera hafragraut sem er látinn standa í ísskáp yfir nótt og borðaður kaldur (overnight oatmeal). Aðrar máltíðir skipulegg ég ekki, heldur ræðst matarval af löngun og því sem til er í ísskápnum hverju sinni,“ segir Þórdís Ólöf.

Hvað hefurðu verið vegan lengi?

„Ég varð vegan fyrir um þremur árum. Ég hafði aðeins skoðað áhrif dýraiðnaðarins á umhverfið og ákvað eitt kvöldið að horfa á Cowspiracy. Ég varð vegan sama kvöld. Núna er ég vegan fyrst og fremst vegna dýraverndar og umhverfisverndar, en heilsan spilar ekki síður inn í.“

Hverjir eru uppáhalds vegan próteingjafarnir þínir?

„Ég er sérstaklega hrifin af baunum á borð við kjúklingabaunir, svartbaunir og linsubaunir. Einnig er ég mjög veik fyrir Oumph sem er sojakjöt og minnir á kjúkling. Ég borða líka mjög mikið af hnetum og grænmeti, en það eru oft vanmetnir próteingjafar.“

No Meat No Cheese pítsa með heimagerðum kasjúhhnetuosti. Uppskriftina má finna á graenkerar.is.

Það sem Þórdís Ólöf borðar á venjulegum degi

Morgunmatur:

Þegar ég vakna fæ ég mér heitt rauðrunnate eða kaffi en um hádegi borða ég kaldan hafragraut sem ég hef útbúið kvöldið áður. Grauturinn er úr höfrum, chia-fræjum, plöntumjólk og plöntujógúrt og blanda ég gjarnan frosnum hindberjum, kanil, hnetusmjöri og skorinni döðlu saman við.

Hádegismatur:

Ég borða „hádegismatinn“ oftast um þrjú og finnst mjög gott að fá mér tortillu með svartbaunamauki og guacamole. Ef ég næ ekki að borða hádegismatinn heima tek ég oftast með mér afganga frá kvöldinu áður eða gríp með mér grænmeti og hummus.

Millimál:

Epli með hnetusmjöri og hrökkkex með hummus eru frábær millimál. Einnig geymi ég stóra krukku með hnetum, kókosflögum og trönuberjum uppi í skóla og get naslað á því.

Kvöldmatur:

Brokkólí og annað grænmeti, baunir og Oumph! steikt á pönnu og bragðbætt með tilviljanakenndum hætti er mjög týpískur kvöldmatur á mínu heimili. Einnig er ég sérlega veik fyrir heimagerðum pítsum og bý mér til pítsu í kvöldmat oftar en ég þori að segja frá.

Tortillur með svartbaunamauki

Hráefni:

2 dósir svartbaunir, skola vel
1 krukka salsasósa
2-3 msk taco krydd
1-2 dl skorið grænmeti, t.d. laukur, paprika og tómatur

Aðferð:

  1. Setjið öll hráefnin á pönnu og steikið þar til grænmetið hefur mýkst.
  2. Setjið blönduna í matvinnsluvél í örfáar sekúndur þannig að baunirnar maukast en grænmetið sé í smáum bitum. Því má þó sleppa.
  3. Best er að bera maukið fram á tortillaköku ásamt salsa sósu, fersku grænmeti, heimagerðu guacamole, sýrðum rjóma (t.d. frá Oatly) og nachos flögum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa