fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Matur

Öll spjót beinast að Gordon Ramsay: „Enn önnur stjarna sem ætlar að græða á asískri menningu“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 11. febrúar 2019 15:45

Gordon í bobba.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjörnukokkurinn Gordon Ramsay tilkynnti fyrir stuttu að hann ætli að opna glænýjan veitingastað í London næsta sumar. Veitingastaðurinn hefur hlotið nafnið Lucky Cat og verður í sama húsnæði og veitingastaðurinn Maze var, sem var einnig í eigu Gordons, en þar var skellt í lás fyrir stuttu.

Í fréttatilkynningu frá Gordon Ramsay kemur fram að Lucky Cat bjóði upp á ekta asískan mat og sé innblásinn af drykkjarhúsum í Tokyo og Austurlöndum fjær á fjórða áratug síðustu aldar.

„Ég get ekki beðið eftir að opna dyrnar að Lucky Cat og færa Mayfair asískan mat og menningu á nýjan hátt. Ég get með sanni sagt að það verður ekki slæmt sæti á staðnum og að hverju borði fylgi einstakt útsýni,“ segir Gordon meðal annars í tilkynningunni.

Netverjar eru síður en svo sáttir við þetta ævintýri Gordons og gagnrýna að hvítur maður ætli að bjóða upp á ekta asískan mat.

„Enn önnur stjarna sem ætlar að græða á asískri menningu og mat án þess að hafa Asíubúa með í liði!“ skrifar einn Twitter-notandi.

„Ég fíla þetta en það er ómögulegt að opna ekta asískan veitingastað því Asía er heimsálfa, ekki matarstefna. Þetta er eins og ef hann ætlaði að opna ekta evrópskan veitingastað. Hann yrði rekinn úr bænum og vonandi gerast það núna,“ skrifar annar.

Fleiri viðbrögð netverja við nýja veitingastaðnum hans Gordons má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa