fbpx
Laugardagur 19.september 2020
Matur

Lærir af matarref sem metinn er á milljarða

DV Matur
Laugardaginn 9. nóvember 2019 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson undirbýr nú opnun veitingastaðarins Barion Bar í Mosfellsbæ, en hann dvelur um þessar mundir í Singapúr eins og hann hefur sýnt fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum.

Meðal þess sem Sigmar hefur gert sér til dundurs hinum megin á hnettinum er að borða góðan mat og sitja fyrirlestra á ráðstefnunni Global Restaurant Leadership þar sem allt það nýjasta í veitingabransanum er rætt. Sótti Sigmar til að mynda fyrirlestur hjá engum öðrum en Kanadamanninum Jack Corwin. Þótt hann sé nafn sem fáir á Íslandi þekkja þá er hann risastórt nafn í matarheimum.

Jack á sérleyfi fyrir skyndibitakeðjuna Burger King í Ástralíu, sem heitir Hungry Jack’s þar í landi, en staðirnir eru orðnir yfir fjögur hundruð. Jack skapaði sér nafn þegar hann flutti frá Kanada til Ástralíu árið 1969 og keypti sérleyfið til að opna tíu KFC-staði í Vestur-Ástralíu. Græddi hann á tá og fingri og er í dag metinn á tæplega tvo milljarða dollara.

Ljóst er að Jack hefur mikla þekkingu á að festa sér sérleyfi að veitingastöðum, sem og aðrir sem halda tölu á ráðstefnunni í Singapúr. Því liggur beinast við að velta fyrir sér hvort Sigmar hafi í hyggju að færa Íslendingum einhverja heimsþekkta veitingastaðakeðjur í nánustu framtíð?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Skammar Solskjær
Matur
Fyrir 3 vikum

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði

Embla Ósk prófaði hráfæði í mánuð – Þetta er það sem hún lærði
Matur
Fyrir 3 vikum

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir

Eldhúshetjan Eva – Ritzkexhjúpaður camembert sem tryllir
Matur
10.07.2020

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð

Karamelluostakaka og Spaghetti carbonara – fullkomið matarboð
Matur
06.07.2020

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“

Yfirlýsing frá fyrrum starfsmönnum Messans – „Við fengum ekki aur úr þeirri sölu“