fbpx
Mánudagur 10.ágúst 2020
Matur

10 hnetur sem þú vissir ekki að væru lágkolvetna

DV Matur
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lágkolvetna og ketó mataræði í ýmsum myndum hefur verið gríðarlega vinsælt undanfarið. Það er tilvalið að narta í hnetur á slíku mataræði, þó fólk verði að passa sig á að borða ekki of mikið af þeim ef það vill halda kolvetnum í lágmarki. Hér eru tíu tegundir af hnetum sem innihalda ekkert ofboðslega mikið af kolvetnum.

1. Brasilíuhnetur

Í þessum er mikið af steinefninu selen sem er andoxunarefni sem gegnir mikilvægu hlutverki í að sporna gegn frumuskemmdum, eykur brennslu og styrkir ónæmiskerfið.

Í 30 grömmum eru um það bil:

185 kaloríur
18,8 g fita
3,3 g kolvetni (1,2 g „net carbs“)
0,7 g sykur

Pekanhnetur.

2. Pekanhnetur

Pekanhnetur eru ljúffengar og tilvalið að bæta þeim í mataræðið ef vantar holla fitu.

Í 30 grömmum eru um það bil:

196 kaloríur
20,4 g fita
3,9 g kolvetni (1,2 g „net carbs“)
1,1 g sykur

3. Makadamíuhnetur

Þessar eru í uppáhaldið hjá fólki á ketó, en þessar hnetur eru þær hitaeiningaríkustu á listanum.

Í 30 grömmum eru um það bil:

203 kaloríur
21,6 g fita
3,6 g kolvetni (1,3 g „net carbs“)
1,2 g sykur

Salthnetur.

4. Salthnetur

Salthnetur eru reyndar tæknilega belgjurt en fá að vera með því þær innihalda lítið af kolvetnum. Salthnetur eru einnig próteinríkar og innihalda næringarefni eins og fólat og níasín.

Í 30 grömmum eru um það bil:

170 kaloríur
14,9 g fita
4,3 g kolvetni (1,6 g „net carbs“)
1,2 g sykur

5. Valhnetur

Auk þess að vera lágkolvetna þá er einnig mikið af omega-3 fitusýrum í valhnetum. Það er því mikilvægt að borða valhnetur ef fiskur er ekki í mataræðinu.

Í 30 grömmum eru um það bil:

185 kaloríur
18,5 g fita
3,9 g kolvetni (2 g „net carbs“)
0,7 g sykur

Heslihnetur.

6. Heslihnetur

Hér er um að ræða eina trefjaríkustu hnetuna í hópnum en í 30 grömmum eru tæplega þrjú grömm af trefjum. Heslihnetur eru lágkolvetna og stútfull af E-vítamíni.

Í 30 grömmum eru um það bil:

176 kaloríur
17 g fita
4,7 g kolvetni (2 g „net carbs“)
1,2 g sykur

Möndlur.

7. Möndlur

Í möndlum er mikið af steinefninu magnesíum sem hjálpar til við vöðvaslökun og minnkar krampa.

Í 30 grömmum eru um það bil:

167 kaloríur
14,9 g fita
5,3 g kolvetni (2,5 g „net carbs“)
1,3 g sykur

8. Furuhnetur

Furuhnetur eru ómissandi í pestógerð en annars er oft litið framhjá þessum hnetum, þó þær innihaldið járn og kalíum.

Í 30 grömmum eru um það bil:

190 kaloríur
19 g fita
4 g kolvetni (3 g „net carbs“)
1 g sykur

Pistasíuhnetur.

9. Pistasíuhnetur

Þó þessar hnetur innihaldi meira af kolvetnum en flestar á listanum þá eru þær samt lágkolvetna. Þær eru einnig stútfullar af kalíum sem hjálpar til við að koma lagi á blóðþrýstinginn. Þá eru þær einnig próteinríkari en flestar hnetur.

Í 30 grömmum eru um það bil:

160 kaloríur
12,8 g fita
7,9 g kolvetni (4,7 g „net carbs“)
2,2 g sykur

Kasjúhnetur.

10. Kasjúhnetur

Eins og salthnetur þá eru kasjúhnetur tæknilega séð belgjurt. Þær eru kolvetnaríkar en innihalda einnig mikið af sinki og járni.

Í 30 grömmum eru um það bil:

164 kaloríur
13,5 g fita
8,5 g kolvetni (7,6 g „net carbs“)
1,4 g sykur

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Matur
26.06.2020

Fullkomið pasta í kosningapartýið

Fullkomið pasta í kosningapartýið
Matur
26.06.2020

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist

Leyfði lirfunum í spergilkálinu að lifa – Sjáðu hvað gerðist
Matur
14.06.2020

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“

Ketó kartöflusalat – „Betra en fyrirmyndin ef eitthvað er“
Matur
13.06.2020

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi

Þetta borðar Guðmundur Franklín á venjulegum degi
Matur
06.06.2020

Íslendingar óðir í brasilísk ber

Íslendingar óðir í brasilísk ber
Matur
05.06.2020

Sumarkokteilinn sem tryllir partýið

Sumarkokteilinn sem tryllir partýið