fbpx
Þriðjudagur 19.mars 2019
Matur

Áttu fullt af kartöflum afgangs? Búðu þá til þennan rétt

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Mánudaginn 24. desember 2018 11:00

Dásamlegur réttur.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hér er á ferð mjög einfaldur kartöfluréttur sem hægt er að borða sem aðalrétt eða bjóða upp á sem meðlæti með aðalrétt. Þessi réttur hentar sérstaklega eftir stærstu jóladagana, þegar að einhverjir eiga eflaust einhverjar kartöflur afgangs.

Kartöflu- og beikonréttur

Hráefni:

8 bollar léttsoðnar kartöflur (ekki alveg tilbúnar), þunnt skornar
2 msk hveiti
2 stór egg, þeytt
1 bolli sýrður rjómi
2 msk smjör, brætt
1 1/2 tsk salt
1 1/2 bolli rifinn ostur
1/4 bolli brauðrasp
8 sneiðar beikon, eldaðar og muldar í eins konar kurl

Aðferð:

Hitið ofninn í 170°C og takið til eldfast mót. Smyrjið það með smjöri. Blandið hveiti, eggjum, sýrðum rjóma, 1 matskeið af smjöri og salti saman í skál. Setjið kartöflunar í aðra skál og hellið eggjablöndunni yfir þær. Blandið vel saman. Setjið helminginn af blöndunni í eldfast mót og drissið helmingnum af rifna ostinum ofan á. Endurtakið og endið á því að strá brauðrasp og restinni af smjörinu yfir rifna ostinn. Bakið í 1 klukkustund, takið úr ofninum, stráið beikoni ofan á og berið fram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Matur
Fyrir 4 dögum

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu

Þessar gömlu, góðu: Ketó-pönnsur með rjóma og sultu
Matur
Fyrir 4 dögum

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“

Þórarinn er maðurinn á bak við Megaviku – Hatrammar deilur í stjórn: „Ákveðnir aðilar sóttu stíft á mig að hækka verðið“
Matur
Fyrir 6 dögum

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið

Birtir myndir af öllu sem hún borðar: Ljóstrar upp ástæðunni – Hún er ekki sú sem þið haldið
Matur
Fyrir 1 viku

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis

Hætti á ketó og sukkaði í fríinu: Svona kemur hún sér aftur í ketósis