fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Matur

Sjaldan hafa bjúgu og uppstúf vakið upp jafn hörð viðbrögð: „Farðu í Ríkið og spurðu. Til þess borgum við skatta“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 14. desember 2018 09:30

Stóra bjúgna- og rauðvínsmálið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar áhugaverðar umræður sköpuðust í Facebook-hópnum Matartips fyrir stuttu þegar matgæðingur að nafni Helga Gestsdóttir varpaði fram afar einfaldri, en frekar umdeildri spurningu, sem hljóðaði svona:

„Hvaða rauðvín mynduð þið para með bjúgum og uppstúf?“

Viðbrögðin létu aldeilis ekki á sér standa og skiptist fólk raun í tvær fylkingar. Önnur fylkingin sagði það sóun á góðu rauðvíni að drekka það með bjúgum, sóun á bjúgum að borða þau með rauðvíni, að mjólk væri betri kostur og að ef rauðvín ætti að vera á boðstólnum væri best að drekka bara rauðvínið og sleppa bjúgum.

Innleggið umtalaða.

„Rauðvín sem kallast Nýmjólk passar einstaklega vel með bjúgum og uppstúf,“ skrifaði Bjarki Þór Þórsson og einhverjir smelltu hláturstjákni á þau ummæli.

„Persónulega finnst mér synd að sóa bjúgu í rauðvín, þau skulu etin með ískaldri mjólk,“ skrifaði matgæðingurinn Stefán Örn Stefánsson og uppskáru þau ummæli fjölmörg „like“.

„Ég myndi allt rauðvínið og sleppa bjúgunum,“ skrifaði Ósk Gunnlaugsdóttir og fleiri eru á sama máli. Hrabba Hjalta var einfaldlega steinhissa á þessari spurningu:

„Hver i veröldinni drekkur rauðvín yfirleitt með þessum mat?“

Skemmtileg pæling

Hins vegar voru talsvert margir sem töldu þetta afbragðs pörun og buðu upp á góðar ábendingar og tillögur að víni. Gunnlaugur Páll Pálsson fór mjög ítarlega ofan í kjölinn á málinu.

„Þetta er skemmtileg pæling, sko, með söltu og reyktu virkar tunnuþroskaður Merlot frá Chile vel. Eeen svo er það þessi uppstúfur, hann er feitur og smjörkenndur og alls ekki vinur vínsinns. Ég hugsa að ég færi í Syrah, jafnvel blöndu af Cabernet Sauvignon og Syrah. Skelli inn link á eina, en væri gaman að fá feedback hvað svo sem að þú velur.“

Hjördís Andrésdóttir kom með aðra góða uppástungu.

„Tæki nú frekar Lambrusco í þann slag. Lambrusco er líka geggjað gott með hangikjöti, uppstúf og kartöflum.“

Það var hins vegar Arngrímur Borgþórsson sem átti athugasemd ársins við þessa færslu og má segja að hann hafi lokað umræðunni á snilldarlegan hátt:

„Farðu í Ríkið og spurðu. Til þess borgum við skatta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa