fbpx
Laugardagur 23.janúar 2021
Matur

Hugljómun í Borgartúninu – Maria hitti konu í neyslu: Býður nú fíklum og heimilislausum í mat

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Miðvikudaginn 5. desember 2018 23:00

Maria segir atvikið í Borgartúni hafa breytt lífi sínu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er gott fólk. Þetta er fólk í hrikalega erfiðum aðstæðum og þeim er ekki sinnt sem skyldi í samfélaginu okkar í dag,” segir Maria Ericsdóttir Panduro. Hún er ein af þeim sem stendur á bak við Súpustofuna sem opnaði um síðustu helgi í hliðarsal hvítu kirkjunnar í Þingholtunum. Súpustofan er opin á laugardagskvöldum frá klukkan 18 til 20 og þar er boðið upp á heitan mat að kostnaðarlausu.

„Hér eru allir velkomnir, óháð ástandi, stöðu, tekjum eða trú – það er að segja eins og þau eru.“

Öðruvísi að rekast á grátandi persónu í Borgartúninu

Hugmyndin um Súpustofuna kviknaði eftir að María, sem hefur sótt kirkjuna í miðbænum lengi, hitti konu í neyslu á Te og kaffi fyrir þremur vikum síðan, en DV sagði á sínum tíma frá reynslu hennar. Sú saga vakti mikla athygli, en Maria eyddi dágóðum tíma með konunni sem var í annarlegu ástandi, í hörmulegum aðstæðum.

„Ég tók eftir því að hún stóð hjá hurðinni, hristi höfuðið ítrekað og grét. Ég reyndi að hjálpa henni og var með henni í nokkra klukkutíma. Ég lærði margt og fór í gegnum erfiða reynslu. Ég áttaði mig á að ég gat ekkert gert fyrir hana. Að það væri engin stofnun sem að gæti tekið við henni eða hjálpað henni. Það var skínandi ljóst að hún gat ekki hjálpað sér sjálfri. Ég kom heim með þá tilfinningu að ég hefði í raun gert ástand hennar verra. Það virtðist vera að samfélagið reikni með að fólk í þessari stöðu geti hjálpað sér sjálft en það er augljóslega ekki hægt,“ segir Maria. Hún bætir við að þó hún hafi vitað af vanda fólks í neyslu og á götunni hafi þetta verið í fyrsta sinn sem hún hafi staðið andspænis þessu vandamáli sjálf á Íslandi.

„Ég hef búið mikið erlendis og er vön að sjá heimilislaust fólk í San Francisco eða London, en það er einhvern veginn öðruvísi að rekast á grátandi persónu í Borgartúninu sem heitir Sigga eða Jón og er mögulega úr Hlíðunum. Ég er vön að geta gengið í verkefni hér heima og leyst þau, hringt í viðkomandi stofnun eða skutlast niður á Slysó og fengið aðstoð hjá góðu fólki. Ég vil ekki sætta mig við það að okkar litla þjóð geti ekki staðið betur að þörfum þessa hóps sem er í neyslu. Ég veit að fjölmargir þekkja þetta betur en ég, þá sérstaklega fjölskyldur þeirra sem eru í erfiðleikum. Það fólk er orðið langþreytt. Ég held að þau séu orðin þreyttara en ég get ímyndað mér.“

Lyf til að deyfa sársaukann

Í kjölfar þessarar reynslu ákvað Maria að nú yrði hún að gera eitthvað.

„Í framhaldi af þessarri reynslu fór ég að kynna mér hvað væri hægt að gera. Bróðir minn sagði mér frá sérfræðinginum Dr. Gabor Maté og það var eins konar opinberun fyrir mér að kynnast hans sýn á fíkniefnivandann, sem er að finna í svo mörgum borgum heims. Ég áttaði mig á því að fíkniefni eru í langflestum tilvikum bókstaflega lyf til að deyfa sársaukann eða tilveruna um stund. Gabor Maté hvetur fólk og samfélög til að bregðast við með umhyggju, gagnvart sjálfum sér og öðrum,“ segir Maria og heldur áfram.

„Ég var ekki í aðstöðu til að bjóða konunni af Te og kaffi heim til mín og ég er ekki viss um að það hefði verið mikil hjálp í því. En nokkrum dögum eftir þetta atvik datt mér í hug þessi aðstaða í kirkjunni. Í kirkjunni er hjartahlýr hópur fólks sem ég hef verið svo heppin að umgangast allt mitt líf. Ég er ekki að ýkja þegar ég segi að þau velta því fyrir sér í hverri viku hvernig þau geta verið öðrum til blessunnar. Þau voru fljót að opna húsnæðinu fyrir Súpustofunni og munu án efa styðja þetta verkefni.“

Griðarstaður þar sem allir eru velkomnir

Það má segja að hvíta kirkjan í Þingholtunum, nánar til tekið Aðventkirkjan við Ingólfsstræti 19, sé fjölskyldukirkja því faðir Mariu er prestur í kirkjunni og móðir hennar virk í starfinu og sér til dæmis um nytjamarkað í kirkjukjallaranum, ásamt góðu teymi kvenna í sjálfboðavinnu. En til að þetta átak nýtist sem flestum brá Maria á það ráð að auglýsa eftir sjálfboðaliðum til að standa vaktina í Súpustofunni sem verður opin á hverju laugardagskvöldi héðan í frá. Maria setti auglýsingu í loftið á samfélagsmiðlum í gær og nú þegar hafa tólf einstaklingar boðið sig fram að hjálpa.

„Ég veit að það er samhugur í samfélaginu,“ segir Maria. „Hugmyndin er sú að nýta þessa staðsetningu í þágu allra sem koma að borða og allra sem bjóða sig fram í sjálfboðvinnu. Við viljum búa þarna til griðarstað þar sem allir eru velkomnir. Ég upplifi Íslendinga sem ofboðslega hjartahlýja og markmiðið er að búa til hlutlausan stað þar sem fólk getur verið það sjálft, eins og gengur og gerist á kaffihúsum almennt. Ég fagna öllum þeim sem vilja hjálpa, einnig fólki sem getur hlustað og er með hugmyndir um hvað mætti betur fara. Ég er alveg sannfærð um að við getum hjálpað fólki í erfiðleikum að einhverju leiti ef við hlustum og hjálpum því áfram.“

Hjálpar fólki í Súpustofunni

Maria hvetur sjálfboðaliða annarra hjálparsamtaka til að auglýsa Súpustofuna innan sinna raða. Hún segir verkefnið í þróun og útilokar ekki að hafa opið fleiri daga vikunnar ef áhugi er fyrir því. Hún hvetur almenning jafnframt til að opna augun fyrir því að fjöldi heimilislausra hefur aukist um níutíu prósent síðustu ár og að talið sé að fimm til sex hundruð manns séu í daglegri neyslu vímuefna.

„Ég hvet fólk til að skrifa undir á akall.is, þjóðarátaks til varnar sjúkrahúsinu Vogi og meðferð áfengis- og fíkniefnasjúklinga á Íslandi. Ég vil að fólki horfi í kringum sig og opni augun. Flest höfum við stóran hóp af fólki í kringum okkur og það er mikilvægt að vera á varðbergi þegar mann grunar að einhver sé í vanda. Ég er sannfærð um að ef við hjálpum fólki upp úr þessum erfiðleikum þá verði samfélagið betra en ef við ýtum því í burtu. Í Súpustofunni getum við kannski ekki gert mikið, en við getum að minnsta kosti boðið fólki upp á mat því það er svo einfalt og síðan sjáum við til hvað gerist í framhaldinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
Fyrir 4 vikum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum

Sósa fyrir jólin – Reddingin sem bjargar jólunum
Matur
Fyrir 4 vikum

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“

Eva Laufey opnar sig um verstu eldhúsmistökin – „Ég þóttist fyrst um sinn ekkert kannast við málið“
Matur
14.12.2020

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma

Berglind uppljóstrar leyndarmálinu – Svona býrðu til Þristamúsina hans Simma
Matur
12.12.2020

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði

Mergjaður marengs krans með rifsberjum og after eight súkkulaði
Matur
06.12.2020

Föstudagspitsa sem slær í gegn

Föstudagspitsa sem slær í gegn
Matur
06.12.2020

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús

Andabringur með appelsínusósu & sellerírótarmús
Matur
29.11.2020

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum

Lykillinn að gómsætum ketó jólabakstri – Súkkulaðibitakökur með appelsínudropum
Matur
28.11.2020

Þessir kókostoppar klikka aldrei

Þessir kókostoppar klikka aldrei