fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Matur

Parmesan-kjúklingur sem gerir öll kvöld betri

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 10. nóvember 2018 17:00

Einfaldur kvöldmatur sem hittir í mark.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stundum á maður erfiða daga og þarf á því að halda að gera vel við sig í mat og drykk. Þessi réttur hittir í mark á svoleiðis dögum – einstaklega einfaldur og afskaplega bragðgóður.

Parmesan-kjúklingur

Hráefni:

2 bollar brauðrasp
½ tsk. hvítlaukskrydd
¼ bolli rifinn parmesan ostur
1 stórt egg, þeytt með 1 msk af vatni
2 bollar hveiti
750 g kjúklingalundir eða -bringur
salt og pipar
grænmetisolía
2 bollar marinara-sósa
1 bolli rifinn ostur
3 msk. basil, saxað

Þetta er sko gúmmulaði.

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°C. Takið til þrjár stórar skálar. Í eina skál fer brauðrasp, hvítlaukskrydd og parmesan, í aðra fer þeytta eggið og vatnið og í þá þriðju fer hveitið. Kryddið kjúklinginn með salti og pipar og veltið kjúkling upp úr hveiti. Dustið aðeins af hverjum bita og dýfið bitunum í eggjablönduna og síðan í brauðraspblönduna. Hitið olíu yfir meðalhita. Bætið kjúklingnum út í og steikið í 5 til 7 mínútur, eða þar til hann er ljósbrúnn að lit. Færið á pappírsþurrkur til þerris. Hitið marinara-sósuna í stórri pönnu. Slökkvið á hitanum og setjið kjúklinginn út í sósuna. Drissið rifna ostinum yfir og bakið í ofninum þar til osturinn hefur bráðnað, í 5 til 7 mínútur. Skreytið með basil og berið fram strax.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar