fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Matur

Ofureinfaldur kvöldverður: Ljúffengar kjötbollur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Föstudaginn 19. október 2018 16:30

Einfaldur og góður kvöldverður.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi réttur er afskaplega einfaldur, en góður er hann og klassískur – sérstaklega þegar hugmyndaflugið í eldhúsinu er af skornum skammti.

Ofureinfaldar kjötbollur

Sósa – Hráefni:

¼ bolli ólífuolía
2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir
2 msk. oreganó
1 dós saxaðir tómatar
salt og pipar

Kjötbollur – Hráefni:

750 g nautahakk
½ bolli brauðrasp
¼ bolli rifinn parmesan ostur
2 msk. steinselja, fersk eða þurrkuð
2 hvítlauksgeirar, maukaðir með hvítlaukspressu
1 stórt egg
½ tsk. chili flögur
salt og pipar
1/3 bolli rifinn ostur
1/3 bolli rifinn parmesan ostur
ferskt basil til skreytingar

Aðferð:

Hitið ofninn í 190°C. Byrjið á að búa til sósuna. Hitið olíu í stórum potti yfir lágum hita. Bætið hvítlauk og oreganó út í og hrærið í um 1 mínútu og passið að hvítlaukurinn brenni ekki. Bætið tómötum út í og kryddið með salti og pipar. Leyfið þessu að malla á meðan kjötbollurnar eru gerðar.

Blandið hakki, brauðrasp, parmesan osti, steinselju, hvítlauki, eggi og chili flögum vel saman í skál og kryddið með salti og pipar. Búið síðan til bollur úr blöndunni, um það bil fimmtán meðalstórar bollur. Raðið bollunum í eldfast mót og bakið í 20 mínútur í ofni. Hellið síðan sósunni yfir og drissið rifnum osti og parmesan osti yfir. Bakið í 15 til 20 mínútur til viðbótar. Skreytið með basil og parmesan og berið fram, jafnvel með pasta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
10.02.2024

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru

Vatnsdeigsbollur með lakkrís og hindberjum að hætti Elenoru
Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
21.12.2023

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  

Grilluð nautalund beint á kolum með brenndum laukum og lauksmjöri  
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
27.10.2023

Ítölsk tortellini tómatsúpa

Ítölsk tortellini tómatsúpa
Matur
26.10.2023

Tikka masala grænmetisætunnar

Tikka masala grænmetisætunnar