fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Passaði að vera í samstæðum nærfötum í sundi

Erla Hlynsdóttir
Laugardaginn 16. maí 2020 09:30

Fréttablaðið / Sigtryggur Ar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er mjög prívat manneskja og mér fannst óþægilegt þegar ég upplifði að fólk væri að horfa á mig úti á götu og fór í mikla vörn,“ segir Gurrý, Guðríður Torfadóttir, sem fékk mikla opinbera athygli þegar hún byrjaði sem þjálfari í raunveruleikaþáttunum Biggest Loser og segir í forsíðuviðtali DV það hafa verið ákveðið þroskaferli að vera í kastljósinu. Hún fór heldur ekki varhluta af óvæginni gagnrýni og alls konar kjaftasögum sem margar voru algjörlega úr lausu lofti gripnar.

Nennir stundum ekki í ræktina

„Þegar ég fór út í búð passaði ég að versla bara sjúklega hollt, því ég vildi ekki að fólk sæi mig með óhollan mat í körfunni, hvað þá sæi mig í ósamstæðum nærfötum í sundi. Sem betur fer er ég ekki lengur á þessum stað. Ég er bara venjuleg manneskja; stundum pínu skrýtin, stundum pínu ofvirk, stundum ofsalega þreytt. Stundum nenni ég ekki á æfingu en fer samt. Ég er mjög þakklát fyrir það tækifæri sem ég fékk í Biggest Loser og held að ég hafi líka verið búin að vinna fyrir því. Ég var búin að þjálfa í mörg ár og fólk vissi að það væri hægt að treysta á mig, þó ég rífi stundum kjaft og segi eitthvað sem aðrir þora ekki að segja,“ segir hún og kímir.

Blæs á fitufordóma

Þættirnir Biggest Loser voru sagðir ala á fitufordómum og Gurrý hefur sjálf fengið harkalega gagnrýni í þá veru. „Mér fannst þetta pínu fyndið því þetta er svo langt frá sannleikanum. Þetta er raunar eitt af því sem snerti mig ekki neitt. Ég stend á gólfinu allan daginn að vinna með fólki sem er í ofþyngd. Ef ég væri með fitufordóma þá væri ég líklega að vinna við eitthvað annað. Það var lítið vægi í þessum orðum, að mínu mati, því þetta var bara rangt.“ Hún segist í raun þakklát fyrir þá reynslu sem hún fékk við að takast á við opinbert mótlæti. „Allir erfiðleikar herða mann, ef fólk kemst í gegnum þá. Ég myndi samt ekki vilja hafa skrifað um einhvern á netinu eins og fólk skrifaði um mig. Ég myndi ekki vilja hafa slík skrif eftir mig á Internetinu,“ segir hún og vísar til þess að orð hafa afleiðingar.

Gurrý er í forsíðuviðtali í nýjasta DV þar sem hún ræðir áskoranir í rekstri líkamsræktarstöðvar, áhrif samkomubanns á lýðheilsu, hvernig henni finnst hún oft misskilin og lærdóminn af því að þjálfa í Biggest Loser.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“

Faðir Olgu var einn þekktasti læknamiðill landsins – „Hann vissi allt“