Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag.
Þingmennirnir íslensku eru ekki þeir einu á umræddum lista því þar eru einnig 74 þingmenn Evrópuráðsþingsins undir yfirskriftinni „personae non gradae“
Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að listinn eigi rætur sínar að rekja til ákvörðunar Evrópuráðsins í janúar síðastliðnum að staðfesta ekki kjörbréf sendinefndar Aserbaídsjan vegna mannréttindabrota og skorts á lýðræði í landinu. Var Aserum þar með bannað sækja fundi Evrópuráðsins.
Birgir er ómyrkur í máli í samtali við Morgunblaðið og segir fáheyrt að þingmenn á íslandi séu lýstir „personae non gratae“ af öðru ríki. Hyggst hann leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland taki ekki þátt í ráðstefnunni í nóvember.