fbpx
Laugardagur 02.desember 2023
Fréttir

Youtube-rás hlaðvarpsveitu Frosta lokað endanlega – Gúggluðu BDSM og fengu ævilangt bann

Ritstjórn DV
Laugardaginn 9. september 2023 13:30

Kynningarrás Brotkasts var lokað endanlega af Youtube í gær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alþjóðlegi efnisveiturisinn Youtube hefur lokað kynningarrás íslensku hlaðvarpsveitunnar Brotkasts endanlega. Þetta staðfestir Frosti Logason, eigandi Brotkasts, í samtali við DV. Í nýjasta þætti rásarinnar var tekið fyrir mál sem snýr að plakati sem Reykjavíkurborg og Samtökin 78 hafa dreift í grunnskóla en tilgangurinn er að fræða börn um mismunandi kynhneigðir og til að mynda BDSM.

„Innslagið í þættinum fjallaði um hvort að það væri eðlilegt að kynna BDSM fyrir börnum á unga aldri. Það er gert á grundvelli þess að BDSM sé kynhneigð en ekki blæti og það er verulega umdeilt. Liður í þeirri umræðu var að við leituðum á Google af því hvaða myndir og síður kæmu upp ef að forvitnir krakkar færu að leita á netinu að frekari upplýsingum og sýndum svo áhorfendum hvað blasti við,“ segir Frosti.

Plakatið umdeilda sem hengt hefur verið upp í grunnskólum

Skömmu eftir að þátturinn fór í loftið barst hins vegar tilkynning frá Youtube um að síðunni hefði verið lokað og það hreinlega endanlega. „Við erum búnir að senda erindi og fá aftur þau svör að ákvörðunin standi. Þetta kemur okkur í opna skjöldu og við munum reyna að mótmæla þessu og taka þetta lengra. Við sjáum ekki betur en að í reglum Youtube sé talað um að fyrsta brot þýði eingöngu tímabundið bann og því finnst okkur fyrirtækið ganga ansi hart fram að banna okkur strax til lífstíðar,“ segir Frosti.

Ljóst er að um töluverð óþægindi er að ræða enda hafði Brotkast byggt upp hóp fylgjenda á rás sinni og ef allt fer á versta veg þarf Frosti nú að stofna nýja síðu og endurbirta gamla efnið þar. „Þetta er auðvitað bagalegt en það mikilvæga er að allt efnið er til og er aðgengilegt áskrifendum okkar á Brotkast.is. Youtube-síðan okkar var fyrst og fremst notuð til þess að kynna Brotkast og birta brot úr þáttunum okkar,“ segir Frosti.

Þátturinn var aðeins í skamma stund í loftinu

„Ég held samt að þetta sé áhugavert innlegg í þessa umræðu. Reykjavíkurborg og Samtökunum 78 finnst eðlilegt að krakkar fái upplýsingar og vitneskju um BDSM en eitt af stærstu fyrirtækjum heims, sem er ætlað notendum 18 ára og eldri, bannar rásina okkar umsvifalaust fyrir að sýna áhorfendum niðurstöðurnar þegar leitað er að BDSM á Google. Það er umhugsunarefni, “ segir Frosti.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“

„Það er svo margt rangt við þessa framkvæmd alla að mig skortir orð til að lýsa hvað ég er gáttuð“
Fréttir
Í gær

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs

Bróðir Eddu Bjarkar segir hana verða framselda til Noregs