fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Furðuhlutur á flugi yfir Meradölum vekur forvitni

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 8. júlí 2023 17:33

Skjáskot/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Facebook-hópnum Iceland Geology-Seismic & Volcanic Activity in Iceland eru tugir þúsunda íslenskra og erlendra áhugamanna um jarðfræði og eldvirkni hér á landi.

Einn meðlimur hópsins birti fyrr í dag færslu í hópnum með myndbandi sem virðist vera úr vefmyndavél sem beint er að Meradölum á Reykjanesskaga. Líklegt er talið að það eldgos sem vísindamenn telja að von sé á, á skaganum í ljósi skjálftavirkni og kvikuinnstreymis neðanjarðar, verði í eða nærri Meradölum.

Á svæðinu sem vefmyndavélin beinist að má sjá hraun úr gosum síðustu tveggja ára, á svæðinu, og eitthvað fyrirbæri á flugi yfir hrauninu en það sést illa um hvað nákvæmlega er að ræða.

Líflegar umræður um hvað er eiginlega þarna á ferðinni hafa skapast í athugasemdum við færsluna. Sumir telja um fugl að ræða en aðrir að um sé að ræða holdgerving sameiginlegrar óþolinmæði eftir eldgosinu sem búist er við á hverri stundu.

Myndbandið má sjá hér að neðan og dæmi hver fyrir sig:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“

Sigurði Árna lögreglumanni ekki gerð refsing fyrir ofbeldi gegn fanga – „Við verðum skelkaðir í aðstæðum og gerum mistök“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia

Heimilt að gera fjárnám hjá Isavia
Fréttir
Í gær

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp

Verðbréf hrynja hjá United Health Group eftir morðið á Thompson – Hatur í garð sjúkratryggingakerfisins blossaði upp
Fréttir
Í gær

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó

Nettó og Bónus í jólabókaverðstríði — mikill verðmunur á spilum, bókum og Legó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Óvinnufær vegna myglu en fær ekki áheyrn í Hæstarétti