fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fréttakonu Danska ríkisútvarpsins bannað að starfa í Úkraínu – Sökuð um að vera vinveitt Rússum

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 20. desember 2022 08:00

Matilde Kimer. Skjáskot af vef DR.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Matilde Kimer, fréttakonu Danska ríkisútvarpsins (DR) hefur verið svipt starfsleyfi sínu í Úkraínu og má hún því ekki lengur starfa þar. Skýrt var frá þessu í dönskum fjölmiðlum í gær.

Í umfjöllun á vef Danska ríkisútvarpsins kemur fram að Kimer hafi fengið tilkynningu um þetta frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu í ágúst. Það er ráðuneytið sem gefur út starfsleyfi fyrir fréttamenn. Í skilaboðum ráðuneytisins kom fram starfsleyfi hennar hafi verið fellt úr gildi samkvæmt fyrirmælum frá úkraínsku leyniþjónustunni SBU.

Það var ekki fyrr en 8. desember sem Kimer fékk fund með SBU en honum var komið á með aðstoð danska utanríkisráðuneytisins og fór hann fram á skrifstofum SBU í Kyiv.

Þar var Kimer sagt að sumar af fréttum hennar líti út eins og hún sé vinveitt Rússlandi. Segist Kimer telja að þar eigi leyniþjónustan við færslur á Facebooksíðu hennar sem fréttamanns.

Hún segist ekki kannast við þetta og telur að á fundinum hafi Úkraínumenn ekki getað sýnt fram á neitt sem styður ásakanir þeirra. „Ég sé ekki það sem þeir sjá. Ég skil þetta ekki,“ sagði hún og bætti við að hún telji ekki að slagsíða sé á fréttamennsku hennar.

Svipting starfsleyfisins þýðir ekki að hún megi ekki vera í Úkraínu en hún telur að þetta geri út af við möguleika hennar á að starfa sem fréttakona í landinu.

Sandy French, fréttastjóri DR, telur að ásakanirnar á hendur Kimer séu órökstuddar og óréttlátar. Hún sagðist hafa fulla trú á að Kimer sé óhlutdræg í störfum sínum.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Kimer lendir í útistöðum við yfirvöld því í sumar sviptu rússnesk yfirvöld hana starfsleyfi þar í landi en hún hafði verið búsett í Moskvu um langa hríð og fjallað um rússnesk málefni.

Bæði samtök danskra blaðamanna og Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra, leggja áherslu á að mikilvægt sé að tryggja frelsi fjölmiðla til að sinna fréttaöflun.

Rasmussen sagðist ætla að skoða málið og að það sé verkefni utanríkisráðuneytisins að benda úkraínskum yfirvöldum á að Danir leggi mikla áherslu á frjálsa og óháða fjölmiðla. Þess utan sé það tilfinning hans að fréttamennska DR sé fagleg.

Kimer hefur ekki gefist upp við að reyna að sannfæra úkraínsku leyniþjónustuna um að hún dreifi ekki rússneskum áróðri. Hún hefur tekið 10 af fréttum sínum og þýtt og sent til leyniþjónustunnar í þeirri von að þá átti fólk þar á bæ sig á hvernig fréttamennska hennar er.

Leyniþjónustan hefur boðið henni upp á eina lausn. Hún felist í að leyniþjónustan sé reiðubúin til að endurmeta mál hennar ef hún samþykki að skrifa það sem leyniþjónustan kallar „góðar fréttir“ um Úkraínu. Til þess verður hún að nota efni sem leyniþjónustan lætur henni í té.

Þessu hafnar Kimer og segir að sem sjálfstæð fréttakona geti hún ekki unnið á þennan hátt. Hún geti ekki dreift áróðri fyrir leyniþjónstustofnanir og gildi það einnig um úkraínsku leyniþjónustuna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi