fbpx
Þriðjudagur 14.maí 2024
FréttirPressan

Eitt og annað um hrottann Pútín – Hundsaði Englandsdrottningu og drakk þjóðargersemina

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Miðvikudaginn 16. mars 2022 16:20

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladimir Pútin er að öllum líkindum einn hataðasti maður hins vestræna heims í dag. Hvert mannsbarn þekkir manninn sem hugsanlega gæti orðið til þess að hefja þriðju heimstyrjöldina. Samt sem áður er lygilega margt sem ekki er vitað um Pútín, sem virðist þegar nánar er skoðað, vera fullur dynta og sérvisku. Eftirfarandi frásagnir má finna víða á alnetinu en eðli málsins samkvæmt er ekki unnt að sverja fyrir áreiðanleika þeirra allra.

Mætir aldrei á réttum tíma

Þegar Francis páfi fór í sína fyrsta heimsókn til Rússlands árið 2013 þurfti hann að bíða eftir Pútín í 50 mínútur. Og það var ekki bara í tilfelli páfans sem Pútín var slétt sama um stundvísi. Árið 2012 þurfti þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, að bíða eftir Pútín í heilar þrjár klukkustundir. Árið 2003 lét Pútín meira að segja Elísabetu Englandsdrottningu bíða eftir sér. Og eins ósmekklegt og það nú er þá þurftu brotnir og syrgjandi foreldrar barna sem létust í flugslysi að bíða í tvo klukkutíma eftir að forsetinn léti sjá sig til að votta samúð. Blaðamenn segja þetta ekkert nýtt enda hafi Pútín aldrei mætt á réttum tíma á fund  alla hans valdatíð. Telja flestir að um hreina stæla af hálfu Pútíns sé að ræða, hann telji sig of mikilvægan til að virða tíma annarra.

Hugsanlega ríkasti maður heims

Það er ekkert leyndarmál að Pútín er vel efnaður en auður hans er hugsanlega meiri en nokkurn gæti órað. Spekúlantar í fjármálum telja að hann persónulegi auður sé um 200 milljarðar dollara. Og reikni nú hver sem betur getur yfir í íslenskar krónur. Sé matið rétt er hann helmingi ríkari en Bill Gates. Talið er að stærsti hlutinn sé vegna eignarhalds á olíu- og gasfyrirtækjum sem hann komst yfir við fall Sovétríkjanna. Aftur á móti er talið útilokað að staðfesta ofangreindar tölur. Sjálfur segist Pútín lifa af launum sínum sem eru 100 þúsund dollarar á ári.

Á þriðju verðmætustu fasteign heims

Pútín á fjölda eigna um víða veröld en sú dýrasta mun vera höll hans við Svartahafið sem metin er á 1 milljarð dollara sem gerir hana að þriðju dýrust fasteign heims (Buckingham Palace trónir á toppnum).  Höllin mun upphaflega verið hugsuð sem sumarhús en bólgnaði upp eftir því sem leið á smíðina og Pútín fékk fleiri hugmyndir. Mikill leyndarhjúpur er um mannvirkið en gervihnattarmyndir sýna að hún er úr marmara, með þremur þyrlupöllum og gríðarstórum lystigörðum. Myndirnar sýna einnig ævintýralegt magn þungvopnaðra öryggisvarða allt í kringum hina risastóru lóð sem umlykur höllina.

Þekkti hann Lyumilu?

Árið 2013 tilkynnti Pútín um skilnað sinn við eiginkonu sína til 30 ára, Lyudmilu. Tilkynningin kom flestum á óvart þar sem fæstir Rússar vissu einu sinni til að Pútín væri giftur, svo vel hefur hann haldi einkalífi sínu leyndu. Sífellt kvennafar Pútíns í gegnum tíðina er opinbert leyndarmál og reyndar er talið að Pútin og Lyudmila hafi ekki búið saman svo árum skipti. Sumir vilja jafnvel meina að hann hafi hann varla þekkt hana í sjón þegar skilnaðurinn var tilkynntur. Pútín er í sambandi við hina margverðlaunuðu fimleikadrottningu Alinu Kapaevu, oft kölluð kynþokkafyllsta kona Rússlands. Hún er 30 árum yngri og ef til vill eru þau gift en enginn veit það með vissu. En þær raddir heyrast að Alina hafi  áður óþekkta stjórn á karlinum, hún hafi fyrirskipað skilnaðinn við Lyudmilu og að hann hafi haldið að sér höndunum varðandi kvenfólkið frá því hún kom til sögunnar. Þau munu eiga fjögur börn, tvo drengi og tvíburastúlkur, sem öll eru í þægilegri fjarlægð frá átakasvæðum í stórhýsi Pútíns í svissnesku ölpunum.

Drakk þjóðargersemina

Þegar Pútín réðst inn í Úkraínu árið 2014 kom hann í skoðunarferð um landið og urðu Úkraínubúar eðlilega æfir af reiði. Og til að bæta gráu ofan á svart bauð hann vini sínum, hinum lítt geðfelda fyrrverand forseta Ítalíu, Silvio Berlusconi, í glas. En hann bauð Berlusconi ekki hvaða sull sem er; Pútín lét opna 240 ára gamla vínflösku, Jeres de la Frontera, sem var þjóðargersemi Úkraínubúa, gjöf til svæðisins frá Katrínu miklu árið 1775.  Flaskan var ómetanleg enda eina sinnar tegundar í heiminum. Og þeir kláruðu hana ekki einu sinni.

Berlusconi og Putin gerðu vel við sig

Leyndardómur stolna hringsins

Árið 2005 fór eigandi bandaríska ruðningsliðsins, Robert Kraft, í heimsókn til Rússland og hitti Pútin. Hann kom heim án Super Bowl hringsins sem verðmætasta vinningstákn bandarísks ruðnings. Hin opinbera skýring rússneskra yfirvalda er að hann hafi gefið Pútin hringinn, sem er metinn á 25 þúsund dollara, en Kraft fullyrðir að Pútín hafi stolið honum. Eftir því sem Kraft segir, sýndi hann Pútín hringinn sem sagðist svo hrifinn af honum að hann myndi myrða fyrir hann. Þegar Kraft rétti út hendina eftir hringnum stakk Pútín honum í vasann og þrír þungvopnaðir öryggisverðir umkringdu Kraft sem eðlilega þorði ekkert að segja. Þegar heim var komið klagaði Kraft þjófnaðinn til bandarískra yfirvalda sem báðu hann um að þegja til að rugga ekki bátnum í samskiptum ríkjanna. Kraft sagði ekki frá þjófnaðinum fyrr en 2013 og hringdi þá öldungardeildarþingmaðurinn sálugi John McCain persónulega í Pútín og bað um hringinn. Pútin neitaði en kvaðst senda annan hring að sama verðmæti. Sá hefur aldrei borist.

,,Blueberry Hill“

Pútín kom verulega á óvart þegar hann steig á svið í stórri fjáröflunarsamkomu í St. Pétursborg árið 2010, settist við píanóið og spilaði og söng bandaríska slagarann ,,Blueberry Hill“ á fullkominni ensku án þess að slá feilnótu. Meðal þeirra sem voru í salnum voru leikararnir Sharon Stone og Kurt Russel sem bæði viðurkenndu að hafa orðið orðlaus. Pútín gerði lítið úr tónlistarhæfileikum sínum, aðspurður síðar á blaðamannafundi sagði hann að aðeins væri um tómstundagaman að ræða.

Baráttan gegn ostunum

Árið 2015 hóf Pútín stórfurðulega en afar opinbera baráttu gegn frönskum ostum, pólskum eplum og öðrum evrópskum matvörum. Hann lét safna þeim á torg í St. Pétursborg og brenna þær. Næstu vikur voru yfir 600 tonn af innfluttum matvælum frá Evrópu eyðilögð með því að láta skriðdreka keyra yfir þær. Opinbera skýringin var mótmæli gegn viðskiptaþvingunum Evrópu við innrásina í Úkraínu 2014. En þetta útspil Pútíns sprakk í andlitið á honum. Bæði hækkaði matvælaverð en auk þess hafa Rússar langt því frá gleymt hungursneyðinni í St. Pétursborg í seinni heimstyrjöldinni. Enn þann dag í dag er eyðilegging á mat talin eitt það hryllilegasta sem Rússar, sérstaklega af eldri kynslóðinni, geta hugsað sér.

Elskar Hemingway

Pútín elskar fátt meira en vera myndaður við að stunda ,,karlmannlega“ hluti en mun þó vera afar bókmenntahneigður. Og þótt mörg mögnðuðustu bókmenntaverk sögunnar séu einmitt rússnesk, er Pútín hrifnastur af bandarískum rithöfundum. Aðspurður um sína þrjá uppáhalds rithöfundar reyndust tveir bandarískir, Ernest Hemingway og Jack London. Sá þriðji var Jules Verne. Ekki heldur Rússi. Hann kvað uppáhalds bækur sínar vera ,,Hverjum klukkan glymur“, ,,Vopnin kvödd“ og ,,Gamli maðurinn og hafið“. Allar eftir Hemingway. Í sama viðtali sagði Pútín þá Theodore Roosevelt og Barack Obama vera sína uppáhalds forseta Bandaríkjanna. Sú yfirlýsing þótti hafa stækan fnyk af almannatengslatrikki en ást hans á Hemingway virkaði mun einlægari.

Dýravinur?

Pútín er grimmur maður sem gefur lítið fyrir mannslíf. Það efast fáir um, sérstaklega í því ástandi sem ríkir í dag. Hann nýtur þess aftur á móti að sýna á sér hlið sem annálaður dýravinur og hefur látið taka af sér hundruðir, ef ekki þúsundir, mynda með dýrum. Myndir af honum berum af ofan á hestbaki eru vel þekktar en almennt álitnar lítið annað en fremur hallærisleg tilraun til að sýna ,,karlmennsku, ólíkt því sem Pútín álítur ,,veika“ leiðtoga Vestur-Evrópu. En Pútín er einnig formaður dýraverndunarsamtaka sem einbeita sér að verndun stofna í útrýmingarhættu og ku hafa staðið sig þokkalega vel sem slíkur.

Það verður þó að teljast til efs að hann hafi meiri áhuga á lífi úkranískra borgara en verndun síberíska tígursins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið

Stórtíðindi af bóluefnum – Nýtt bóluefni veitir vernd gegn kórónuveirum sem eru ekki enn komnar fram á sjónarsviðið
Pressan
Í gær

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum

Hæfileikaríkur miðill blekkti bæjarstjórann upp úr skónum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins

Voyager 1 er tæplega fimmtugt en kemur okkur enn á óvart með upplýsingum frá jaðri sólkerfisins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins

Talíbanar vilja fá fleiri ferðamenn til landsins
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér

Lögreglan kom að 10-15 mönnum sem stóðu og fróuðu sér
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar

Tvær nýjar myndir um Hringadróttinssögu væntanlegar