fbpx
Þriðjudagur 05.júlí 2022
Fréttir

Þórir bregst við Twitter-storminum og þvertekur fyrir að sigla undir fölsku flaggi – „Ég er langþreyttur á þessum látum“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 25. janúar 2022 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Þórir Sæmundsson þvertekur fyrir að sigla undir fölsku flaggi á Twitter þessa daganna, en hann hefur þó verið ítrekað sakaður um að vera að baki gervi-aðgang sem ýft hefur fjaðrir á miðlinum undanfarna daga. 

Allt ætlaði um koll að keyra í samfélaginu í nóvember þegar Kveikur birti viðtal við leikarann Þóri Sæmundsson þar sem hann rakti þær raunir sem hann hefur gengið í gegnum síðan honum var slaufað, eða hann útilokaður, en það átti sér stað árið 2017 í kjölfar þess uppljóstrað var um að hann hafði lagt stund á að senda myndir af getnaðarlim sínum ungar stúlkur, í þeirra óþökk.

Þórir hefur haft hægt um sig í opinberri umræðu í kjölfar Kveiks-þáttarins og þeirrar gífurlegu reiði sem vaknaði í samfélaginu í kjölfar sýningar hans. Eða hvað?

Þórir vakti athygli árið 2019 þegar það kom á daginn að hann væri maðurinn á bak við Twitter-aðganginn BoringGylfiSig sem hafði vakið athygli á Twitter í nokkurn tíma. Sá aðgangur var ekki vinsæll meðal almennings og virtist það koma fáum á óvart þegar Þórir reyndist vera þar að verki.

Sjá einnig: Þetta er maðurinn á bakvið umdeildan íslenskan Twitter-aðgang:,,Hvenær ætlarðu að hætta að áreita stelpur?“

Nú hefur annar gervi-aðgangur vakið athygli á Twitter og telja margir að þarna sé Þórir aftur kominn til að tjá sig í skjóli nafnleyndar. Um fátt annað hefur verið rætt á miðlinum undanfarna daga en um Þóri og aðganginn EvaLunaDio sem flestir eru sannfærðir um að Þórir stýri. Hafa þá margir rifjað það upp að Þórir lék eitt sinn í leikritinu Evu Lunu. Eins hafa margir veitt því eftirtekt að myndin sem fylgir aðgangi Evu er í reynd fengin af netinu.

„Heyrði það að það væri brjálað fólk“

Þórir sjálfur hefur nú tjáð sig um málið, en hann þvertekur fyrir að vera Eva Luna á Twitter.

„Heyrði það að það væri brjálað fólk á twitter að vera brjálað af því það heldur að ég sé einhver er nafnlaus account þar. Eitthvað Eva Lúna dæmi.

Ég vissi ekki hvað maðurinn frá Mannlífi sem hringdi í mig gær var að tala um, því það er orðið nokkuð síðan ég var á þeim eitraða vettvangi sem twitter er, en vissulega lék ég í Evu Lúnu í Borgarleikhúsinu um 1994 að ég held.

Svo á ég að hata Píetasamtökin undir þessu nafni eða eitthvað svoleiðis.“

Þórir segist hvorki hafa lesið né ætla sér að lesa hvað þessi gervi-aðgangur hafi verið að segja og þá umræðu sem nú á sér stað um Þóri sjálfan.

„Ég hef ekki séð eða lesið það sem stendur á þessum reikningi og ég nenni ekki að kynna mér það, en ég skal fullyrða hér að það er ekki ég sem stend á bakvið þetta Evu Lúnu dæmi.

Svo er líka algerlega ótengt þessu verið að birta einhver viðreynslu-skilaboð sem ég hef sent á einhverja skvísu eins og til að sanna eitthvað á minn hlut og það er semi það fyndnasta sem ég veit.

Góðar stundir.“

Langþreyttur á þessum látum

Þórir heldur þó áfram og veltir því fyrir sér hvort að fjölmiðlar ættu að hætta að gera sér mat úr Twitterfærslum. Eins ættu landsmenn að temja sér að vera betri hvert við annað. Margir á Twitter mættu koma fram við aðra eins og þeir vilji láta koma fram við sig.

„Kannski ættu fjölmiðlar að hætta fréttaflutningi þaðan filterslaust, kannski ættum við að hætta að vera svona ógeðsleg hvert við annað þar og finnast sjálfsagt að níða annað fólk niður, sama hvað það hefur kannski gert á einhverjum tímapunkti lífsins.

Kannski myndu einhverjar alvöru byltingar verða ef kærleiksbirnirnir á twitter myndu fara eftir sínum eigin predikunum og sýna mildi, kærleika, virðingu og gæsku þegar þau bylta samfélagi sínu.

Þetta átti ekki að vera neinn væl póstur og sorry ef það skín eitthvað í gegn, skal viðurkenna að ég er langþreyttur á þessum látum.

En pointið var: þetta er ekki ég.“

Eins og sjá má hér að neðan eru þó margir á því máli að aðgangurinn Eva Luna sé í raun Þórir, en myndin sem fylgir aðgangnum er fengin á Internetinu og sýnir erlenda konu. Mörgum þótti sérstaklega grunsamlegt að þegar fyrstu tíst bárust þess efnis að Eva væri í reynd Þórir – þá var aðgangi Evu snarlega eytt. Aðgangurinn hefur þó opnað aftur og er nú sérstaklega umhugað um önnur tíst sem tengja Evu við Þóri.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Í gær

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir handteknir grunaðir um líkamsárás

Tveir handteknir grunaðir um líkamsárás
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka

Sakfelldur fyrir hrottalegt ofbeldi gegn sambýliskonu sinni – Setti kodda fyrir vit hennar og barði hana með kertastjaka
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“

Lögmaður föður drengsins sem var fjarlægður af Barnaspítalanum – „Þeir feðgar glaðir að fá að verja loks tíma saman“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna

Húsfélagsformaður óttast um milljónir eftir pöntun hjá Gluggasmiðjunni – Sölumanni sagt að mæta ekki í vinnuna