fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur telur að leikurinn í gær gæti hafa verið síðasti leikur Íslands á EM – „Þetta gæti verið búið eftir tvo-þrjá daga“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 05:57

Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Guðmundsson hefur svo sannarlega ástæðu til að vera stoltur af frammistöðu landsliðsins í leiknum gegn heimsmeisturum Dana í gær á EM í handbolta. Sex leikmenn vantaði í liðið en þeir greindust með kórónuveiruna fyrir leik. En óhætt er að segja að þeir sem eftir voru hafi staðið sig frábærlega. En Guðmundur hefur áhyggjur af framvindu mála á EM og telur að leikurinn í gær gæti alveg eins hafa verið síðasti leikur íslenska liðsins á mótinu.

Þetta sagði hann í samtali við blaðamann danska blaðsins B.T. að leik loknum. Hann sagðist ekki hafa neina stjórn á þróun mála og óttast að fleiri leikmenn muni greinast með kórónuveiruna. „Nú höfum við fengið sex á 24 klukkustundum. Einn bættist við í dag. Við förum í sýnatöku kvölds og morgna. Það er alltaf verið að taka sýni úr okkur svo ég óttast að smitum muni fjölga,“ sagði hann.

Aðspurður hvort hann óttist um framhaldið hjá íslenska liðinu á mótinu sagði Guðmundur: „Já, það geri ég. Við höfum rætt um að þetta hafi kannski verið síðasti leikurinn okkar. Við vitum það ekki. Það er ómögulegt að vita hvað gerist núna.“

Hann sagði einnig að íslenska liðinu væri brugðið vegna smitanna á mótinu. Miklum fjárhæðum hafi verið eytt í að halda íslenska liðinu í sóttvarnarkúlu á Íslandi. Hann sagði að aðstæðurnar á mótinu væru ekki nógu góðar: „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með hvernig þetta hefur verið gert. Í byrjun riðlakeppninnar voru þrjú lið á sama hótelinu. Það voru ferðamenn úti um allt! Þeir fóru um allt án þess að nota andlitsgrímur, án þess að nota handspritt. Ferðamenn! Út um allt. . . . Nú er búið að setja sex lið á sama hótelið!“

Aðspurður um hvort hægt verði að ljúka keppni á mótinu sagði Guðmundur: „Nei, ég held að það verði hægt að spila í tvo-þrjá daga til viðbótar. Síðan gæti þessu verið lokið. En ég veit það auðvitað ekki. Það getur gerst. Það er mín skoðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala