fbpx
Fimmtudagur 07.júlí 2022
Fréttir

Leyndardómsfulli sjóður Sonju de Zorilla rýfur þögnina – Segja meint auðæfi Sonju stórlega ýkt

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. janúar 2022 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur loksins ljósi verið varpað á afdrif auðæfanna sem Sonja de Zorilla skildi eftir sig. Viðskiptablaðið tók að sér að upplýsa þetta mál og komust að því að Sonja var hreinlega ekki eins rík og haldið hefur verið fram. 

Fjölmiðlar hafa ítrekað reynt að kalla eftir upplýsingum um fjármál styrktarsjóðs, sem stofnaður var í nafni Sonju við lát hennar, en ekki borið erindi sem erfiði, en Sonja lést árið 2002.

Nú hefur Viðskiptablaðið komist yfir ársreikninga Sonja Foundation sem og samþykktist sjóðsins og þar má finna yfirlit yfir allar úthlutanir úr sjóðnum sem hafa numið nokkrum tugum ár hvert.

Peningar frá stóru ástinni

Tilgangur sjóðsins er að „styðja við heilsu og menntun barna á Íslandi og í Bandaríkjunum,“ í samræmi við erfðaskrá Sonju. Frændi Sonju, Guðmundur Á. Birgisson, gjarnan kenndur við Núpa og bandaríski lögmaðurinn John J. Fergusson voru skipaðir sjóðstjórar.

Þrátt fyrir að margar sögur hafi farið af auði Sonju, og hún um tíma talinn ríkasta kona landsins, segir Fergusson, í samtali við Viðskiptablaðið, að það hafi ekki verið svo. „Ólíkt því sem margir á Íslandi halda var Sonja de Zorilla ekki svo auðug.“ Verðmætasta eign hennar hafi, samkvæmt Fergusson, verið listaverkasafn sem var selt á uppboði á tæplega milljón dollara. Eins hafi fyrrum ástmaður hennar stofnað þrjá sjóði fyrir Sonju þegar hún var á sextugsaldri en þeir hafi runnið aftur til fjölskyldu hans við lát hennar.

Um hálfur milljarður rann úr dánarbúi hennar í sjóðinn á árunum 2003-2007 og hafa flestir styrkir úr sjóðnum verið veittir til Bandaríkjanna, eða 80 prósent, en restin til Íslands.

Þöglir sem gröfin

Saga Sonju vakti aftur eftirtekt í desember er þátturinn Hver var Sonja de Zorrilla fór í loftið hjá Rás 1 á jóladag. Þátturinn var í fjórum hlutum þar sem djúpt var kafað í sögu þessarar merkilegu konu og að sjálfsögðu var þeirri spurningu varpað fram hvað hafi eiginleg orðið um auðæfi hennar.

Saga hennar reglulega verið rifjuð upp í gegnum árin og nánast alltaf vaknar spurningin um hvað hafi orðið um ríkidæmi Sonju.. Töldu margir það grunsamlegt að sjóðurinn væri ekki tilbúinn að svara fyrirspurnum fjölmiðla og fóru ýmsar sögusagnir á kreik. Ekki síst þegar Guðmundur var dæmdur fyrir skilasvik og peningaþvætti og þegar hann varð gjaldþrota.

Guðmundur hefur að jafnaði ekki svarað fyrirspurnum fjölmiðla um málefni sjóðsins eða arfsins eftir Sonju. Það mátti skýrt sjá í ítarlegri umfjöllun Kompáss hér á árum áður.

Ljósi varpað á úthlutanir

Virðist Guðmundur því vera feginn að Viðskiptablaðið hafi nú varpað ljósi á starfsemi sjóðsins, en hann hefur deilt fréttinni á samfélagsmiðlum.

Í umfjölluninni er farið ítarlega yfir úthlutanir sem hafi komið úr sjóðnum. Meðal annars hafi dætur Guðmundar fengið styrki til náms í Bandaríkjunum og Noregi og hefur Hjálparstarf kirkjunnar, Fjölbrautaskóli Suðurlands, Grensársdeild og fleiri notið góðs af sjóðnum. Alls hafi minnst 670 þúsund dollarar runnið úr sjóðnum í formi styrkja til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga sem tengjast Íslandi. Hæstu styrkirnir runnu til Háskóla Íslands og Landakotsskóla.

Og svo hafi mikið af styrkjunum verið veittir til Bandaríkjanna, til háskóla, sjúkrahúsa, góðgerðasamtaka og heilbrigðismála.

Heimskona með meiru

Fyrir þá sem þurfa upprifjun þá var Sonja Wendel Benjamínsson de Zorilla fædd í Reykjavík árið 1916 og lifði lífi sem var lyginni líkast. Hún var sannkölluð heimskona og flögraði um Evrópu þar sem hún dvaldi á lúxushótelum og varði tíma með honum ríki og frægu.

Hún flúði svo til Bandaríkjanna undan seinni heimsstyrjöldinni og þar dvaldi hún í tugi ára og hagnaðist mikið á fjárfestingum. Þar átti hún meðal annars í ástarsambandi við Asistotle Onassis, sem síðar giftist fyrrum forsetafrúnni Jackie Kennedy. Hún átti líka í ástarsambandi við fræga fjárfestinn John Loeb, sem Fergusson segir við Viðskiptablaðið að hafi verið stóra ástin í lífi hennar og þess vegna stofnað þrjá sjóði fyrir uppihald hennar.

Hún giftist síðar argentínska ólympíuverðlaunahafanum Alberto de Zorilla.

Því hefur oft verið haldið fram að eignir Sonju hafi numið um 9,5 milljörðum króna við lát hennar, eða um 24 milljörðum á núvirði. Samkvæmt uppljóstrun Viðskiptablaðsins var það ekki svo og var auður hennar að miklu leiti fólginn í sjóðum sem John Loeb stofnaði fyrir hana sem runnu aftur til fjölskyldu hans við lát hennar. Restin hafi farið inn í Sonjas Foundation samkvæmt vilja Sonju, en þau auðæfi hafi ekki verið nærri eins mikil og menn héldu. Sjóðurinn hafi vissulega verið að veita úthlutanir í gegnum árin en þær hafi að mestu runnið til Bandaríkjanna. a

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki

Brjálaður út í spilakassa í miðborginni og hótaði starfsfólki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit

Breskir stríðsfangar í Úkraínu áfrýja dauðadómi – Verða að óbreyttu leiddir fyrir aftökusveit
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“

Héðinn og Sveinn segja mannréttindabrot framin á stofnunum landsins „nær daglega“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“

Þorsteinn um ósæmilega hegðun foreldra á knattspyrnumótum: „Þetta er toppurinn á ísjakanum“