fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Dómur er fallinn í fyrsta fjöldamorðamáli Íslands

Heimir Hannesson
Fimmtudaginn 3. júní 2021 15:05

mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Marek Moszczynski af ákæru um að hafa myrt þrjá með því að hafa kveikt í húsi og reynt að bana tíu til viðbótar.

Marek skal þó sæta vistun á viðeigandi réttargæslustofnun, en ekki liggur fyrir hvar og hversu lengi. Marek hefur verið í gæsluvarðhaldi frá því hann var handtekinn skömmu eftir að brunans varð vart og verður hann því fluttur úr fangelsinu á Hólmsheiði og á réttargeðdeild strax í dag. Þar verður hann vistaður ótímabundið, en má þó sækja um endurskoðun á því, fyrst eftir eitt ár.

Dómur var kveðinn upp rétt í þessu og var svo þinghaldi lokað og fjölmiðlum vísað úr salnum.

Héraðssaksóknari gerði kröfu um lífstíðarfangelsi í málinu. Geðlæknar höfðu metið Marek ósakhæfan, en dómstólar voru þó ekki bundnir við það mat.

Marek var ákærður fyrir að hafa lagt eld að húsinu við Bræðraborgarstíg 1 þann 25. júní síðasta árs og banað þannig þremur og sýnt tíu til viðbótar banatilræði. Aldrei áður í lýðveldissögunni hefur maður verið ákærður fyrir jafn mörg morð. Á fimmta áratugi síðustu aldar myrti karlmaður konu sína og þrjú börn en framdi sjálfur sjálfsmorð áður en hægt var að rétta yfir honum.

Kolbrún Benediktsdóttir sótti málið fyrir hönd ákæruvaldsins. mynd/Ernir

Þá var Marek jafnframt ákærður fyrir íkveikju og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa streist á móti handtöku og slegið til lögreglumanna með gúmmímottu fyrir utan rússneska sendiráðið þar sem hann hafði látið illum látum í nokkrar mínútur. Veifaði hann meðal annars fána af Vladimir Pútín rússlandsforseta og beraði rass sinn og kynfæri fyrir utan húsið.

Aðalmeðferðin í málinu gegn Marek tók fjóra daga og komu fram á fjórða tug vitna. Lýstu þar íbúar og lögreglumenn aðkomu sinni að brunanum, nágrannar lýstu því að hafa séð Marek labba út úr húsinu aðeins fáeinum mínútum áður en eldsins varð vart og rannsóknarlögreglumenn og sérfræðingar frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun vitnuðu um rannsókn sína.

Fórnarlömb og ættingjar þeirra látnu gerðu miska- og skaðabótakröfur upp á tugi milljóna. Vísaði Guðbrandur Jóhannesson til ákvæðis frá 13. öld um að óðir menn, eins og það er orðað í ákvæðinu, skuli greiða bætur fyrir skaða sem þeir valda.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“