fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Pétur Gautur segist þurfa að verja mannorð sitt – „Sigga Dögg og nú bróðir hennar, beita fólk ofbeldi með ærumeiðandi umræðum“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 2. júní 2021 16:22

Frá vinstri: Garðar Örn, Sigga Dögg, Pétur Gautur og Kristín Pétursdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Myndlistarmaðurinn Pétur Gautur hefur birt yfirlýsingu þar sem hann segist sjá sig knúinn til að freista þess að verja mannorð sitt eftir umfjöllun síðasta sólarhring um atvik sem varð á vinnustofu hans síðla vetrar. Sigríður Dögg Arnardóttir kynfræðingur (Sigga Dögg) hefur fullyrt að Pétur Gautur og dóttir hans, Kristín Pétursdóttir, hafi beitt systur hennar ofbeldi er upp úr sauð vegna samkvæmishávaða frá vinnustofu Péturs í miðbænum. Systirin, sem býr í nágrenni við vinnustofuna, knúði þá dyra vegna hávaðans og upp úr sauð í kjölfarið.

Bróðir Siggu Daggar, Garðar Örn Arnarson, segir Pétur Gaut hafa sparkað í magann systur þeirra beggja. Tekið skal fram að hvorki Sigga Dögg né Garðar Örn hafa nokkurn tíma nafngreint Pétur Gaut né dóttur hans í ásökunum sínum en staðfest er hver eiga í hlut og feðginin hafa gengist bæði við því að vera þær manneskjur. Garðar Örn skrifar á Twitter:

„Eldri maður sparkar í magann á ungri konu, kallar hana hóru og allskonar illum nöfnum og kemur svo fram í viðtali á DV og þykist vera fórnarlamb sjálfur. Nágrannar hræddir við að koma fram því þeir hræðast manninn. Endilega höldum áfram að peppa þetta gimp“

Hann síðan um betur og skrifar: „Hann má þakka fyrir að litla systir hringdi í stóru systir frekar en stóra bróðir þetta kvöld.“

DV fór yfir þetta mál í gær

Ekkert áverkavottorð, engin kæra

Pétur Gautur birtir yfirlýsingu um málið í opinni Facebook-færslu í dag. Þar ítrekar hann að ekkert ofbeldi hafi átt sér stað og hann hafi enga kæru séð, en fullyrt var í gær að hann hefði verið kærður til lögreglu vegna málsins. Hann segir framgöngu Siggu Daggar og bróður hennar gegn sér vera ofbeldi í sjálfu sér, sem og mannorðsmorð:

„Í ljósi þeirra ummæla sem fram hafa komið um mig um mitt meinta ofbeldi sem fram hefur komið á samfélagsmiðlum og DV tel ég mig knúinn til að stíga fram og verja mannorð mitt og fletta ofan af þessum ásökunum og þessum öfgafullu rangtúlkunum sem beinst hafa að minni persónu.

Sigga Dögg kynfræðingur heldur því fram að ég hafi hafi beitt systur hennar ofbeldi, sparkað í hana og kallað hana illum nöfnum. Núna hefur bróðir hennar stokkið á þann vagn og ásakanar halda áfram og nú á ég að hafa kýlt konuna í magann. Fyrir það fyrsta var þetta ekki á þriðjudegi eins og Sigga Dögg heldur fram, heldur fimmtudagskvöldið 25. mars.

Sigga Dögg var ekki á staðnum né bróðir hennar. Ef um ofbeldisverknað er að ræða hlýtur að liggja fyrir áverkavottorð, sem er ekki til svo ég viti. Engin kæra hefur kynnt fyrir mér, enda var voru engin líkamleg átök í gangi. Skýrsla hefur heldur ekki verið tekin af mér né neinu okkar. Sigga Dögg fullyrðir á opinberum vettvangi og nafngreinir að manneskja hafi beitt aðra manneskju ofbeldi. Það hljóta að teljast ærumeiðandi ummæli sérstaklega í ljósi þess að sjálf varð hún ekki fyrir hinu meinta ofbeldi né varð hún vitni af því. Auk þess finnst mér sérstakt að málið hafi ekki verið tekið lengra hjá lögreglu fyrst hún lýsir að svona grófu ofbeldi hafi verið beitt.“

Pétur Gautur lýsir síðan atburðarásinni sem varð á vinnustofu hans umrætt kvöld auk þess sem hann viðurkennir að spila stundum háa tónlist:

„Systir hennar kom og barði á hurðina á vinnustofu minni með miklu offorsi og gargaði: “ég hata þennan kall” og lét ófriðlega með dramatískum ópum og köllum. Þegar við reyndum að tala við þessa æstu konu, sem var ógjörningur, braust út hávaðasamt rifrildi. Loks birtist þarna maður á staðinn með barefli. Ég veit ekkert hvaða maður þetta var, en allavegana var þetta ekki ég eins og hún hélt fram í fyrstu.

Ég viðurkenni að ég spila oft tónlist á vinnustofunni, bæði þegar ég màla og það hafa oft verið þarna listasýningar með tónlistarviðburðum og gleðskapur af margvíslegum toga. Ef við höfum truflað nágranna okkar þá biðst ég velvirðingar á því og tek ábyrgð á því. Ef hún hefði rætt við okkur eins og fullorðið fólk og beðið okkur að lækka, hefði það verið sjálfsagt mál, enda sátum við þarna fjölskyldan og fjölskylduvinur við hringborð og skemmtum okkur.“

Segir umræðuna ærumeiðandi

Pétur Gautur segir að málflutningur Siggur Daggar og bróður hennar í málinu sé ærumeiðandi og auk þess sé grafalvarlegt að líkja nágrannaerjum af þessu tagi við ofbeldi sem heyri undir Metoo-umræðuna:

„Sigga Dögg og nú bróðir hennar, beita fólk ofbeldi með ærumeiðandi umræðum og hikar ekki við að nafngreina fólk og bera upp dóma. Hún dæmir fólk fyrir ýktar útfærslur af raunveruleikanum sem hún varð ekki vitni af, og ýkir enn frekar og fer með staðreyndavillur í æsingnum þegar við segjum okkar hlið á málinu. Hún lýsir því til dæmis að dóttir mín hafi “krafist” þess að ræða við sig, þegar hún hafi sent á hana skilaboð og spurt hana hvort hún gæti rætt við sig og gera tilraun til að leiðrétta þetta leiðindamál áður en það fór þennan veg, og vonandi sættast. Hún hafði þó engan áhuga á því heldur lét systur sína halda látunum áfram á opinberum vettvangi.

Það er til þess fallið að fá athygli og gefur augaleið að þar fæst engin lausn. Hún er bitur og rætin í ummælum sínum, og reiðist fólki sem setur spurningamerki við þessar aðdróttanir og kallar það stuðningsmenn ofbeldis. Á frásögnin alltaf að vera einhliða og engin má segja sína hlið á málinu án þess að vera úthrópaður lygari og ofbeldismaður? Það hlýtur að teljast varhugavert, og í raun grafalvarlegt að líkja nágrannaerjum og orðaskaki fólks við ofbeldi og me too umræðuna þar sem raunverulegt ofbeldi er upprætt.“

Þá sakar Pétur Gautur Garðar, bróður Siggu Daggar, um ofbeldishótun, er Garðar segir í tísti sínu: „Hann má þakka fyrir að litla systir hringdi í stóru systir frekar en stóra bróðir þetta kvöld.“ Pétur Gautur segir: „Í þessum orðum felst hótun. Er það hjá þessu fólki sem kærleiksblómin vaxa?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus