fbpx
Fimmtudagur 02.desember 2021
Fréttir

Bæjarstjórn Hornafjarðar birtir yfirlýsingu vegna fjölmiðlaumfjöllunar um kynferðisbrot konu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 27. október 2021 17:20

Frá Hornafirði. Mynd: hornafjordur.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Undanfarið hefur DV fjallað um eftirmála kynferðisbrotamáls sem tengist Hornafirði með þeim hætti að fyrrverandi framkvæmdstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á Hornafirði var fyrir skömmu sakfelld fyrir kynferðislega áreitni gegn samstarfskonu, en atvikið átti sér stað í vinnuferð til Reykjavíkur vorið 2019.

Tilefni umfjöllunar DV var óánægja margra íbúa Hornafjarðar með að gerandinn í málinu hefði hvorki verið sett í leyfi né vikið frá störfum eftir að málið kom upp og það var kært til lögreglu.

Sjá einnig: Ólga á Hornafirði eftir kynferðisbrot konu

Bæjarstjóri svaraði ekki fyrirspurn DV um málið og ekki lá fyrir hver viðbrögð bæjarstjórnar hefðu verið við atvikinu, fyrir utan að fyrir lá að gerandi vera ekki settur í leyfi né sagt upp. Í annarri frétt DV um málið í gær var bent á að þetta gæti stangast á við jafnréttisáætlun og eineltisstefnu Hornafjarðar.

Sjá einnig: Kynferðisleg áreitni sögð ekki liðin í jafnréttisáætlun

Í yfirlýsingu bæjarstjórnar vegna málsins í dag kemur fram að staðgengill bæjarstjóra hafi tekið að sé samskipti vegna málsins, en bæjarstjóri og gerandinn í málinu eru systur:

„Þegar sveitarfélagið var upplýst um það í apríl 2019 að brotaþoli hefði lagt fram kæru á hendur umræddum stjórnanda tók staðgengill bæjarstjóra að sér samskipti vegna málsins með stuðningi og ráðgjöf bæjarstjórnar. Þar á meðal voru samskipti við brotaþola. Áður en atvik málsins áttu sér stað hafði brotaþoli sagt upp störfum sínum hjá sveitarfélaginu. Samskiptin snérust því fyrst og fremst að vinnutilhögun á því sem eftir var af uppsagnarfresti, sem ákveðið var að yrði í fjarvinnu að ósk brotaþola.“

Í yfirlýsingunni er bent á að þegar tilkynnt var um málið hefði verið ágreiningur um málsatvik. Þar sem þolandinn hafði áður sagt upp störfum og fengið vilyrði um að vinna uppsagnarfrest sinn í fjarvinnu og hún var ekki undirmaður gerandans leit sveitarfélagið svo á að ekki væri tilefni til aðgerða á meðan rannsókn lögreglu stæði yfir. Þegar ákæra var lögð fram í málinu hafi starf gerandans færst til annars vinnuveitanda og konan því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Þegar dómur féll síðan í málinu í október hafi ekki verið tilefni til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem hvorug konan starfaði lengur hjá sveitarfélaginu:

„Þá tekur sveitarfélagið fram að fyrst þegar tilkynnt var um málið kom í ljós að ágreiningur var um málsatvik. Því var hafin rannsókn hjá lögreglu til að freista þess að leiða í ljós hvað hefði gerst. Í ljósi þess að brotaþoli var ekki undirmaður umrædds stjórnanda, starfaði ekki með honum dags daglega, hafði þegar sagt starfi sínu lausu og fengið vilyrði fyrir að vinna uppsagnarfrest sinn í fjarvinnu, leit sveitarfélagið svo á að ekki væri tilefni til frekari aðgerða af hálfu þess meðan á rannsókn lögreglu stæði. Í mars 2021, þegar ákæruvaldið tók ákvörðun um að ákæra í málinu hafði starf umrædds stjórnanda færst til annars vinnuveitanda og hann því ekki lengur starfsmaður sveitarfélagsins. Þegar dómur féll í október 2021 voru því engar forsendur til aðgerða af hálfu sveitarfélagsins þar sem báðir málsaðilar höfðu látið af störfum hjá sveitarfélaginu.“

 

Sjá yfirlýsingu bæjarstjórnar Hornafjarðar

 

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ekið á mann á hlaupahjóli

Ekið á mann á hlaupahjóli
Fréttir
Í gær

Sprengja fannst í ruslagámi í Mánatúni

Sprengja fannst í ruslagámi í Mánatúni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknirinn sem uppgötvaði Omicron afbrigðið segir einkennin „mjög mild“ og varar við upphlaupi embættismanna

Læknirinn sem uppgötvaði Omicron afbrigðið segir einkennin „mjög mild“ og varar við upphlaupi embættismanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skotárás á Egilsstöðum: Samtals 14 skotum hleypt af – Sagður hafa ætlað að drepa barnsföður kærustu sinnar – Skaut Toyota Hilux í spað

Skotárás á Egilsstöðum: Samtals 14 skotum hleypt af – Sagður hafa ætlað að drepa barnsföður kærustu sinnar – Skaut Toyota Hilux í spað