fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Héraðsdómaranum Inga boðið að borga 250 þúsund króna sekt fyrir að brjóta kosningalög

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. október 2021 11:03

Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á Vesturlandi hefur sent allri yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis boð um að ljúka meintum brotum á kosningalögum með því að greiða sekt. Samkvæmt frétt RÚV um málið er yfirkjörstjórnin sektuð fyrir hafa brotið kosningalög með því að að hafa látið atkvæði liggja óinnsigluð eftir að talningu lauk.

Karl Gauti Hjaltason, oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi, kærði talninguna til lögreglustjórans á Vesturlandi eftir þingkosningarnar lauk. Karl Gauti var í hópi þeirra fimm frambjóðenda sem misstu jöfnunarþingsæti sitt eftir endurtalninguna umdeildu.

Fram hefur komið að rannsókn málsins lauk í síðustu viku og í kjölfarið var málið sent til ákærusviðs lögreglustjórans á Vesturlandi. Eins og RÚV greinir frá var í framhaldinu ákveðið að bjóða yfirkjörstjórn að ljúka málinu með sekt.

Samkvæmt heimildum fréttastofu RÚV fékk Ingi Tryggvason, formaður yfirkjörstjórnar, hæstu sektargerðina eða 250 þúsund krónur. Í stuttu samtali við fréttastofuna sagði Ingi: „Ég vil ekki staðfesta neitt slíkt, sé enga ástæðu til þess og hef ekkert um þetta að segja,“ segir Ingi í samtali við fréttastofu. Þá kemur fram að aðrir meðlimir yfirkjörstjórnarinnar hafi fengið sektargerð upp á 150 þúsund krónur.

Að öllum líkindum er um einstakt mál að ræða því ekki er vitað til þess að yfirkjörstjórn hafi áður verið sé sektuð með þessum hætti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar

Þrír forsetaframbjóðendur bera af á samfélagsmiðlum – Þetta eru tölurnar
Fréttir
Í gær

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work

CCP og Smitten efst á nýjum lista Great Place to Work