fbpx
Föstudagur 26.nóvember 2021
Fréttir

Föstudagskvöld á Ölhúsinu endaði með ósköpum – Sparkaði í fætur lögreglu og fangavarða

Heimir Hannesson
Þriðjudaginn 12. október 2021 16:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

55 ára gamall Hafnfirðingur verður næstkomandi mánudag gert að svara fyrir meint ofbeldisverk en hann er ákærður fyrir að hafa föstudagskvöldið 25. september í fyrra ráðist að lögreglu og fangavörðum.

Er manninum í ákæru héraðssaksóknara gert að sök að hafa ráðist að lögreglumönnum fyrir utan skemmtistaðinn Ölhúsið við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði með spörkum. Fyrst er hann sagður hafa sparkað í vinstri fótlegg eins lögreglumanns svo að hann hlaut yfirborðsáverka á hné, og svo ýtt við öðrum lögreglumanni þannig að hann missti jafnvægið.

Nokkru síðar, að því er segir í ákærunni, er maðurinn sagður hafa ráðist að fangaverði við Hverfisgötu 113-115, þar sem stöð lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu er til húsa, með því að sparka tvisvar í fætur hans.

Brotin er í ákærunni sögð varða við lög um brot gegn valdstjórninni og krefst saksóknari þess að hann verði dæmdur til refsingar og að hann greiði allan sakarkostnað.

Málið er rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fyrrum borgarstjóri hjólar í Dag borgarstjóra – „Millj­arðasóun, spill­ing og skemmd­ar­verk Dags“

Fyrrum borgarstjóri hjólar í Dag borgarstjóra – „Millj­arðasóun, spill­ing og skemmd­ar­verk Dags“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stefán lýsir skelfingarástandi á Hrafnistu – Forstjórinn segir það versta að baki – „Þvílík handarbakavinnubrögð“

Stefán lýsir skelfingarástandi á Hrafnistu – Forstjórinn segir það versta að baki – „Þvílík handarbakavinnubrögð“