fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Faðir drengs sem varð fyrir árás manns í Laugarneshverfi með mikilvæg skilaboð

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. október 2021 11:00

Atvikin áttu sér stað nálægt Orkuhúsinu við Suðurlandsbraut. Mynd: DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tíunda tímanum í gærkvöld var maður handtekinn nálægt Laugardal en hann er grunaður um að hafa áreitt börn og um brot á vopnalögum. Maðurinn sagði að börnin hafi verið að gera bjölluat við heimili hans. Hann var vistaður í fangageymslu.

Þetta kom fram í dagbók lögreglu í morgun og rataði atvikið þaðan inn í fréttir flestra netmiðla. Í íbúahópi á Facebook stígur faðir drengs sem varð fyrir árás mannsins og varar við keðjuverkun og vítahring varðandi þennan mann, sem hann segir eiga við geðræn vandamál að stríða. Maðurinn verði fyrir áreiti unglinga sem geti gert hann enn hættulegri.

„Góðan daginn, kæru grannar. Um kl. 21 í gærkvöld hringdi sonur minn í sjokki því ráðist hafi verið á hann þegar hann var á hopp hlaupahjóli rétt hjá Húsdýragarðinum og hann hafði rétt náð að rífa sig lausan og hlaupa í burtu. Þegar ég fann manninn voru foreldrar tveggja annara unglinga sem höfðu lent í honum að tala við manninn og ég hringdi á lögregluna,“ skrifar faðirinn.

Hann segir enn fremur: „Mig langar þrátt fyrir gífurlega reiði út í þennan mann að koma á framfæri að þessi maður er veikur og er að verða fyrir endalausu áreiti sem er vissulega vegna hegðunar sinnar að einhverju leyti en slík keðjuverkun er ekki líkleg til að stoppa af sjálfsdáðum.“

Biður hann foreldra í hverfinu um að ræða við unglinga um að láta manninn í friði og ekki atast í honum. „Það er tímaspursmál hvenær þetta fer úr böndunum,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis