fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Frambjóðandi Pírata fékk yfir sig gróft kynþáttahatur í einkaskilaboðum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 8. október 2021 09:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lenya Rún Taha Karim, sem komst inn á þing fyrir Pírata en missti þingsæti sitt við endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi, eftir nýafstaðnar alþingiskosningar, birti í gærkvöld á Twitter gífurlega hatursfull einkaskilaboð sem hún fékk frá manni einum.

Þetta kynþáttahatur hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Maðurinn sem virðist hafa sent skilaboðin er ekki í símaskrá og DV hefur ekki tekist að ná tali af honum í morgun. Ekkert á Facebook-síðu hans gefur í fyrstu sýn til kynna að hann aðhyllist kynþáttahatur.

Þess má geta að DV ræddi við Lenyu í byrjun september í kjölfar greinar sem hún birti um þann rasisma sem hún verður oft fyrir. Þar segir meðal annars:

„Lenya Rún Taha Karim er fædd og uppalin á Íslandi, hún gekk í Salaskóla, Menntaskólann við Sund og er núna í Háskóla Íslands. Lenya Rún, sem er fædd árið 1999, hefur sterka stöðu í samfélaginu miðað við aldur sinn, og er mjög félagslega virk. En hún verður fyrir rasisma vegna þess að hún er brún á hörund. Foreldrar hennar eru frá Kúrdistan en Lenya fæddist hér eftir að þau fluttust til Íslands.“

Miðað við ofangreind hatursskilaboð er ljóst að Lenyja hefur ekki ýkt í þessari grein sem hún birti, frekar dregið úr, en hún sagði í samtali við DV í áðurnefndri frétt:

„Mér finnst það vera frekar augljóst að það eru einhverjir samfélagslegir fordómar gegn útlendingum hér á Íslandi og mér fannst mikilvægt að skrifa þessa grein, ekki til að barma mér heldur til að minna á útlendinga á Íslandi. Þeir eru ómissandi. En miðað við hakakrossana og skilaboðin þá er ljóst að við þurfum að tala um hvernig við komum fram við útlendinga.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat