Laugardagur 27.febrúar 2021
Fréttir

Guðmundur öskureiður yfir gagnrýni á landsliðið – „Sérfræðingar RÚV eru að tjá sig á niðrandi hátt“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 22. janúar 2021 20:48

Guðmundur Guðmundsson. Skjáskot RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það sauð á Guðmundi Guðmundssyni landsliðsþjálfara í handbolta í viðtali við RÚV eftir leik Íslands og Frakklands á HM í Egyptalandi í dag, leik sem Ísland tapaði naumlega, en leikur liðsins þótti mjög góður.

„Það er svo furðulegt að upplifa það að þegar við erum að fara hér á stórmót og það vantar fyrirfram þrjá lykilleikmenn og raunverulega síðan fjóra í framhaldinu,“ sagði Guðmundur og líkti því við að Norðmenn væru án nokkurra af sínum helstu stórstjörnum, sagði síðan: „Svo bætist enn einn miðjumaðurinn við, þá er ég að tala um Hauk Þrastarson, þannig förum við inn í mótið. En okkur er ýtt alltaf inn í eitthvert hlutverk við erum ekki með akkúrat mannskapinn til að klára.“

Guðmundur hækkaði síðan róminn og sagði með þungri áherslu: „Það er algjörlega óþolandi hvernig sérfræðingar RÚV eru að tjá sig á niðrandi hátt um þetta, talandi um eftir leikinn á móti Sviss að ég og liðið sé ráðalaust. Þetta er algjört niðurrif og svo niðrandi ummæli, og þetta hefur farið mjög illa í hópinn og mig hvernig þetta hefur verið.“

Guðmundur er fyrst og fremst að vísa í gagnrýni Loga Geirssonar, fyrrverandi landsliðsmann undir stjórn Guðmundar sem meðal annars sló í gegn í landsliðinu sem vann silfurverðlaun á Ólympíuleikunum árið 2008, og handboltasérfræðings hjá RÚV. Logi hefur gagnrýnt sóknarleik liðsins í tapleikjum gegn Portúgal og Sviss og hann segir liðið hafa fallið á stóru prófunum. Honum þykja leikmenn vera ragir og taugaóstyrkir og sóknarleikur liðsins fyrirsjáanlegur. Íslenska liðið er ungt landslið í mótun en Logi hefur sagt að hann telji að ungt lið eigi líka að setja markið hátt.

Guðmundur var mjög harðorður í garð Loga í viðtalinu og benti á að Logi hefði gagnrýnt sig í þrjú ár fyrir það varnarafbrigði sem landsliðið spilar undir hans stjórn en nú sé hann farinn að hrósa vörninni. Guðmundur bendir á að það taki tíma að æfa og þróa hlutina og þetta sé dæmi um það. Hann kallar gagnrýni Loga blaður og sagði: „Auðvitað hlusta ég ekki á svona blaður.“

Logi var ánægður með frammistöðu liðsins gegn Frakklandi í dag en lýsti yfir óánægju með árangurinn í heild. Ísland mætir firnasterku liði Noregs á sunnudag og verður það síðasti leikurinn á mótinu.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu

Tinna var beitt stafrænu kynferðisofbeldi aðeins 13 ára gömul – Varð bráðkvödd á heimili sínu
Fréttir
Í gær

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“

Sýknaður af ákæru um áreitni eftir óþægilega kvöldgöngu – „Sorry I like you so much“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“

Þung gagnrýni á lögreglu eftir að hópferðabílstjóri var sýknaður – „Horfa inn í bíl þar sem eru kínverskir túristar og draga ályktanir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rauðagerðismorðið: Fimmmenningarnir áfram í gæsluvarðhaldi

Rauðagerðismorðið: Fimmmenningarnir áfram í gæsluvarðhaldi