fbpx
Föstudagur 22.október 2021
Fréttir

Ásdís Halla hnýtti í Björn Inga sem sá að sér og breytti hrútlyktandi söguskýringu sinni

Ritstjórn DV
Mánudaginn 13. september 2021 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn og fyrrverandi stjórnmálamaðurinn Björn Ingi Hrafnsson birti færslu á Facebook-síðu sinni í gær þar sem hann rifjaði upp árangur sinn í borgarstjórnarkosningunum 2006. Þar náði hann góðum árangri sem oddviti Framsóknarflokksins og varð í kjölfarið formaður borgarráðs.

Hann rifjar svo upp fléttu sem fór í gang:

Nokkru síðar var komið á algjört óefni með þáverandi borgarstjóra. Þótt ég hefði sagt af mér þegar Ólafur F. sneri aftur til starfa og orðið borgarstjóri í enn einum meirihlutanum, báðu Sjálfstæðismenn mig fyrst að hætta við að hætta. Og buðu margt í þeim efnum. Svo þegar ég aftók það og Ólafur varð einstaklega umdeildur borgarstjóri urðum við Kjartan Gunnarsson sammála um að við svo búið mætti ekki standa.

Allt hófst það með þessum samtölum eftir sjálfsagt miklar bollaleggingar í Valhöll og eftir það varð atburðarásin hröð. Ég var þarna orðinn viðskiptastjóri Fréttablaðsins og Jón Kaldal ritstjóri hafði áhyggjur af pólitískum afskiptum mínum. Ég hafði hinsvegar fyrirfram borið þetta undir hinn ritstjórann Þorstein Pálsson sem studdi þetta heilshugar sem og forstjórinn Ari Edwald. Þetta var hnútur sem varð að höggva á, borginni til heilla, ég átti stórt bakland í flokknum og Hanna Birna og Óskar stóðu sig frábærlega. Sagan…

Rétti hlut vinkonu sinnar

Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri Garðabæjar, fjárfestir og rithöfundur, hnýtti í Björn Inga í athugasemd undir færslunni. Fannst henni greinilegt að Björn Ingi gerði lítið úr hlut Hönnu Birnu Vilhjálmsdóttur, vinkonu Ásdísar Höllu.

„Árið er 2021 og enn keppast karlmenn um að skrifa söguna á þann veg að þeir taki allar ákvarðanir sem skipta máli. Það eina sem vantar í þennan texta er að þið strákarnir hafið sent einu konuna, sem nefnd er á nafn út í búð til að kaupa sér huggulega dragt áður en hún tók að sér hlutverk gluggaskrautsins. Sagan … sem þarf að skrifa upp á nýtt …“

Greinilegt er að Birni Inga hefur verið hverft við því að eftir hina hvössu athugasemd bæjarstjórans fyrrverandi. Hmm. Þetta er nú ómaklegt mín kæra. Hanna Birna er góð vinkona og stóð sig frábærlega og algjörlega á eigin verðleikum. Óskar líka. En svona gerðist það nú samt að meirihlutinn með Ólafi borgarstjóra féll og þessir flokkar tóku við. Það þurfti að fá fólk saman að borðinu og hugsa hlutina upp á nýtt. Framhaldið var þeirra og gekk vel. Fram að næstu kosningum.

Breytti færslunni í grænum hvelli

Hann tók sig síðan til í grænum hvelli og breytti fyrri færslu sinni. Um miðbik hennar bætti hann við lofræðu um Hönnu Birnu (feitletrað).

Nokkru síðar var komið á algjört óefni með þáverandi borgarstjóra. Þótt ég hefði sagt af mér þegar Ólafur F. sneri aftur til starfa og orðið borgarstjóri í enn einum meirihlutanum, báðu Sjálfstæðismenn mig fyrst að hætta við að hætta. Og buðu margt í þeim efnum. Svo þegar ég aftók það og Ólafur varð einstaklega umdeildur borgarstjóri urðum við Kjartan Gunnarsson sammála um að við svo búið mætti ekki standa.

Hanna Birna Kristjánsdóttir hafði enda unnið þrekvirki við að halda öllu saman Sjálfstæðisflokksmegin við ómögulegar aðstæður og vissi að breytingar þurfti að gera. Kjartan var án efa á hennar vegum. Ég ráðfærði mig Hönnu Birnu sem er vinkona mín, Alfreð heitinn Þorsteinsson forvera minn og Óskar Bergsson eftirmann minn og til varð nýtt samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks með Hönnu Birnu sem vinsælan borgarstjóra.

Allt hófst það með þessum samtölum eftir sjálfsagt miklar bollaleggingar í Valhöll og eftir það varð atburðarásin hröð. Ég var þarna orðinn viðskiptastjóri Fréttablaðsins og Jón Kaldal ritstjóri hafði áhyggjur af pólitískum afskiptum mínum. Ég hafði hinsvegar fyrirfram borið þetta undir hinn ritstjórann Þorstein Pálsson sem studdi þetta heilshugar sem og forstjórinn Ari Edwald. Þetta var hnútur sem varð að höggva á, borginni til heilla, ég átti stórt bakland í flokknum og Hanna Birna og Óskar stóðu sig frábærlega. Sagan…

Tekur mark á gagnrýni

Breyting Björn Inga á færslunni hefur gert það að verkum að aðrir Facebook-vinir hans skilja ekkert í gagnrýni Ásdísar Höllu enda gerir hann Hönnu Birnu hátt undir höfði í seinni færslu sinni. Aðspurð hvað hún sé að gagnrýna segir Ásdís Halla: Björn Ingi breytti færslu sinni umtalsvert eftir mína athugasemd – sem skýrir líklega hvers vegna þér finnst athugasemd mín illskiljanleg.

Við því gengst Björn Ingi fúslega. Já ég tek mark á góðum og réttmætum ábendingum. Sem betur fer er maður tilbúinn til þess.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi

Kona í stappi við tryggingafélag eftir að hún varð fyrir bíl sem ók yfir á rauðu ljósi
Fréttir
Í gær

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál

Steindór fordæmir skrif Páls – Geðveikir geta vel tjáð sig opinberlega um flókin mál
Fréttir
Í gær

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita

Þrír árgangar í Háteigsskóla í heimakennslu vegna kórónuveirusmita
Fréttir
Í gær

Ölvaður ók á stólpa

Ölvaður ók á stólpa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“

Bílstjóri Strætó á fullri ferð að taka upp TikTok-myndband – „Þetta er bara algjört dómgreindarleysi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“

Sigurður hyggst opna knúsþjónustu á höfuðborgarsvæðinu – „Ég hef verið að spá í að bjóða upp á þetta fyrir svona 5.000 kall á tímann“