fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Matur

Leyniráð hans Gísla – Burt með ullarbragð og bragðlaus soð

Tobba Marinósdóttir
Föstudaginn 30. október 2020 19:30

Gísli Matt - mynd aðsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Matthías Auðunsson, matreiðslumeistari og veitingamaður hefur ósjaldan eldað kjötsúpu. Hann þróaði nýlega nokkrar nýstárlega kjötsúpuuppskriftir fyrir Kjötsúpudaginn sl laugardag og kennir hér lesendum nokkur leyniráð við súpugerð.

Aðspurður um kjötsúpublæti Íslendinga segir hann líklegustu ástæðuna fyrir vinsældum súpunnar, fyrir utan hvað hún sé góð, að klassíska ömmuuppskriftin er auðveld og hráefnið ódýrt. Sjálfur notar Gísli yfirleitt ekki súputeninga. „Það sem ég geri sem er kannski svolítið óhefðbundið er að ég set alveg extra mikið af beinum út í þegar ég er að laga súpuna. Rista þau fyrst í ofni og þá kemur svo góður kraftur í súpuna.“

Hvernig má bjarga bragðlausri súpu? „Gott salt kemur manni langt, en svo er auðvitað allt í lagi að setja einhvers konar kjötkraft í súpuna. En oft getur verið gott að setja bara ögn meira af súpujurtum og salti til að hún verði bragðbetri. Svo má fólk auðvitað líka leika sér og setja hvítlauk og chili í súpuna – það er í raun fátt heilagt í kjötsúpunni annað en að nota lambakjöt og vel af grænmeti.“

Landsmenn kannast við að heyra talað um ullarbragð af lambakjöti en Gísli kann ráð við því eins og flestu öðru.
„Ullarbragðið kemur oftast ef fitan og brákin sem kemur þegar kjötið er soðið í byrjun er ekki tekið og því leyft að malla vel og lengi í súpunni. Mæli með að passa upp á það. Einnig, ef það er of mikil fita getur hún gefið ákveðið þráabragð í súpuna, þannig að þá er einnig gott að fleyta fituna af toppnum með ausu. En svo snýst þetta bara um að krydda hana aðeins meira og salta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
04.11.2023

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu

Djúsí beikonborgari með mozzarella fyllingu
Matur
03.11.2023

Kjúklingalasagna sem allir elska

Kjúklingalasagna sem allir elska
Matur
20.10.2023

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk

Salat með byggi, sætum kartöflum, graskersfræjum og hvítlauk
Matur
19.10.2023

Bragðmikil sveppasúpa

Bragðmikil sveppasúpa