fbpx
Laugardagur 04.apríl 2020
Fréttir

Telur að Klaustursmálið geti gjörbylt íslenskum stjórnmálum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 3. desember 2018 06:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TV2 í Danmörku fjallaði um Klaustursmálið svokallaða í gær og fór yfir nokkur af helstu atriðum þess. Í umfjöllun stöðvarinnar kom fram að Margrét Þórhildur II Danadrottning og Lars Løkke Rasmusen hafi verið í Reykjavík á laugardaginn til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af 100 ára fullveldi Íslands. Á bak við við hátíðarbraginn hafi hinsvegar kraumað pólitískt hneykslismál sem hafi orðið til þess að fólk mætti til mótmæla á Austurvelli.

Allt hafi þetta hafist með að sex stjórnmálamenn fóru saman á bar í Reykjavík og ræddu saman klukkustundum saman. Meðal þeirra hafi verið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sem neyddist til að láta af embætti forsætisráðherra í kjölfar Panamaskjalamálsins. Með honum í för hafi Gunnar Bragi Sveinsson verið auk tveggja annarra þingmanna Miðflokksins og tveggja þingmanna Flokks fólksins.

TV2 vitnar síðan í umfjöllun DV og Stundarinnar um það sem þingmennirnir ræddu þetta kvöld á Klaustursbarnum. Rætt var við Lars Hovbakke Sørensen, aðjúnkt, um málið og haft eftir honum að mál sem þetta myndi vekja mikla reiði og sorg í hvaða Evrópulandi sem væri.

„Þetta er mjög alvarlegt mál. Það myndi vekja mikla sorg og reiði í hvaða Evrópulandi sem væri og það sjáum við gerast á Íslandi núna.“

Haft er eftir honum að þrátt fyrir að tveir þingmenn Miðflokksins hafi beðist afsökunar og ætli að taka sér frí frá Alþingi geti vel farið svo að það dugi ekki til og þeir neyðist til að draga sig algjörlega út úr pólitík.

„Það hafa komið allar mögulegar útgáfur af afsökunum og útskýringum en það breytir því ekki að þetta voru svæsin og afgerandi ummæli sem hafa vakið mikla reiði almennings.“

Hann sagði að málið gæti haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Bæði Miðflokkurinn og Flokkur fólksins væru dæmi um nýja tegund stjórnmálaflokka sem hafa orðið til í Evrópu á síðustu árum.

„Þetta mál gæti til langs tíma litið gjörbreytt íslenska flokkakerfinu þannig að þessir nýju flokkar sem eru popúlistaflokkar, andsnúnir ESB og fullir efasemda í garð innflytjenda muni hverfa jafn hratt af sjónarsviðinu og þeir komu fram á það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku

Margrét Gnarr sýnir hvernig er hægt að æfa með ferðatösku
Fréttir
Í gær

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“

Kolbrún segir að Áslaug hafi sýnt dómgreindarleysi: „Athugasemd hennar um að einmitt nú sé þörf á netverslun með áfengi lýsir léttúð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring

Ískyggilegt ástand hjá hjúkrunarfræðingum í COVID-faraldrinum – Sumir sofa aðeins tvo tíma á sólarhring
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“

Víðir kvíðir páskunum með tilheyrandi ferðalögum„Áhyggjuefni ef fólk fer að hópast mikið saman“