fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024

Hank Azaria kveður Apu eftir harða gagnrýni: „Augu mín hafa opnast“

Tómas Valgeirsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gamanleikarinn Hank Azaria hefur ákveðið að stíga til hliðar sem raddleikari persónunnar Apu Nahasapeemapetilon úr þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, en hann hefur talsett persónuna í um 28 ár.

Ákvörðunina segist hann vera mjög sáttur með í ljósi þeirrar gagnrýni sem indversk-ættaða persónan hefur hlotið í gegnum árin. Apu er sagður vera samansafn staðalmynda sem ýtir undir fordóma gagnvart fólki af sambærilegum uppruna.

Á síðasta ári var gefin út heimildarmyndin The Problem with Apu með indverska grínistanum Hari Kondabolu. Í myndinni tekur Hari viðtöl við ýmsa uppistandara og indverska gamanleikara sem segja sögur af því hversu slæm áhrif Simpsons-persónunnar hafa verið í gegnum árin, að hún skapi mjög neikvæða mynd af innflytjendum frá Indlandi eða Suðausturlöndum.

Azaria sá þessa heimildarmynd og spilaði hún stórt hlutverk í ákvörðunartöku hans. „Ég er búinn að hugsa lengi um þetta og eina sem ég get sagt er að augu mín hafa opnast”, segir Azaria í spjalli við Stephen Colbert.

„Það mikilvæga er að við hlustum á fólk frá Indlandi þegar það tjáir sína skoðun um persónu af þessu tagi og hvernig þeirra upplifun af Bandaríkjunum hefur verið.“

Azaria bætir við að honum þætti vænt um að sjá nýja handritshöfunda hjá Simpsons-teyminu, helst indverska, sem myndu flytja Apu í nýjar áttir í framtíðinni og vonar hann innilega að það rætist.

Hér að neðan má sjá stiklu fyrir heimildarmyndina The Problem with Apu.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=zGzvEqBvkP8]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 klukkutímum

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“

Vonar að United tapi 5-0 eftir hegðun eins leikmanns – ,,Hann ætti að skammast sín“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“

Liverpool þarf að taka stóra ákvörðun í sumar: Er hann ekki nóg fyrir liðið? – ,,Þurfum að spyrja spurninga“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“

Opinberar ástæðuna fyrir banninu: Varð bálreiður – ,,Helvítis svindlari“
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær

Sjáðu stórkostlegt tilþrif Mbappe í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum

Goðsögn Manchester United hefði viljað fá að spila þarna á ferlinum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður

Fyrrum stjóri Manchester United staðfestir viðræður
433
Fyrir 18 klukkutímum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum

Mjólkurbikar karla: Valur burstaði FH – KR lenti undir en vann stóran sigur á Ásvöllum
433
Fyrir 18 klukkutímum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Enska úrvalsdeildin: Liverpool fór langt með að stimpla sig út úr titilbaráttunni – United þurfti að hafa fyrir sigrinum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.