fbpx
Föstudagur 24.september 2021
Fókus

Upprisa og fall alræmda glaumgosans

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 2. maí 2021 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dan Bilzerian hefur lengi verið þekktur sem alræmdur glaumgosi, pókerspilari og áhættufjárfestir. Hann er gjarnan kallaður „konungur Instagram.“ Eða var það allavega.

Hann sankaði sér yfir 32 milljónum fylgjenda á miðlinum með myndum af villtum lífsstíl, fáklæddum konum, byssum og sportbílum. Dan hefur einnig gaman af því að rífa í stálið og er helmassaður. Hann hefur meðal annars tekið æfingu með kraftajötninum Hafþór Júlíus Björnsson, er ágætis Íslandsvinur og hefur heimsótt landið nokkrum sinnum.

Dan varð fyrst áberandi á samfélagsmiðlum kringum 2012. Þá byrjaði hann að deila myndum af ríkulegum lífsstíl sínum og sagðist hafa auðgast svona á því að spila póker. Hann var svo góður í póker að hann vann 50 milljónir dollara í póker eitt árið, að eigin sögn. Meira en nokkur annar pókerspilari hefur þénað yfir allan sinn ferill. Það er engin leið til að sannreyna staðhæfingu hans þar sem hann sagðist hafa unnið þetta í lokuðum pókerleik með milljarðarmæringum. Það gæti verið algjör tilviljun, en á svipuðum tíma og hann greindi frá þessum stóru vinningum fékk hann aðgang að fé sem faðir hans hafði sett til hliðar fyrir hann.

Ríkidæmi Dan hefur verið mikil ráðgáta í gegnum árin en síðustu ár hefur myndin verið að skýrast.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

Upprisa og fall glaumgosans

Daniel Brandon Bilzerian fæddist þann 7. desember árið 1980. Hann er sonur bandaríska viðskiptamannsins og glæpamannsins Paul Bilzerian. Í lok níunda áratugarins, þegar Dan var tíu ára, var faðir hans dæmdur fyrir stórfelld fjársvik, skattsvik og samsæri.

Hann var dæmdur til 13 mánaða fangelsisvistar en áður en hann fór á bak við lás á slá setti hann mjög rausnarlega upphæð fjár í umsjá fjárhaldsmanns (e. trust fund) fyrir báða syni sína. Synirnir fengu síðan aðgang að því þegar þeir urðu þrítugir.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

Byssur og herinn

Það hefur ekki farið framhjá fylgjendum Dan á Instagram að hann sé hrifinn af byssum. Hann á gífurlegt safn af byssum og notar þær bæði sér til skemmtunar og sem tískuyfirlýsingu.

Dan gekk í herinn nítján ára gamall en var rekinn fjórum árum seinna. Hann sagði ástæðuna hafa verið að hann kallaði yfirmann sinn aumingja, en margir hafa dregið lýsingar hans af atburðunum í efa.

Eftir herinn fór Dan í háskóla í Flórída að læra viðskiptafræði og afbrotafræði. Á sama tíma byrjaði hann að spila póker og gekk þrusuvel.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

Rólegt upphaf

Það virðist ekki hafa verið nóg að moka inn seðlum í gegnum póker. Hann hefur áður sagt í viðtali að sambandsslit hans og þáverandi kærustu sinnar árið 2011 hafi verið hvatinn til að lifa lífinu eins og hver dagur væri hans síðasti.

Hann stofnaði Instagram-síðu sína árið 2012 og var upphafið mjög rólegt. Bara myndir af honum og bróður hans gera venjulega hluti. En myndefnið tók snarpa u-beygju, lífsstíll hans varð villtari og fjölgaði verulega í fylgjendahópi hans í kjölfarið.

Umdeildur

Dan hefur talað umbúðalaust um glaumgosalíf sitt og var það engin undantekning þegar kom að því að segja frá aðdraganda þess að hann fékk tvívegis hjartaáfall fyrir þrítugt.

Hann komst einnig í heimsfréttirnar þegar hann kastaði konu fram af húsþaki. Konan var nítján ára á þeim tíma, hún fótbrotnaði og kærði hann. Myndband af atvikinu fór á flug og var hann harðlega gagnrýndur í kjölfarið. Gagnrýni var ekki nýtt fyrirbæri fyrir Dan, hann hefur lengi verið gagnrýndur af femínistum og jafnréttissinnum.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Dan Bilzerian (@danbilzerian)

Fallið

Næsta skref fyrir Dan var að stofna fyrirtæki og efla eigið vörumerki. Fyrirtæki hans „Ignite“ fór á markað árið 2019 en enginn fjárfestir vildi neitt með fyrirtækið að hafa. Ignite tapaði stórkostlega á þessu og ekki nóg með það þá var eyðslusemi Dan komin úr öllu hófi. Hann keypti dýra hluti til einkanota en rukkaði fyrirtækið fyrir þá. Hann var líka að borga háar fjárhæðir til að vera umkringdur öllum þessum fáklæddu fyrirsætum daginn inn og daginn út.

Það byrjuðu brestir að myndast á ytri ásýnd glæsta lífs hans þegar það kom í ljós að átta milljarða króna höfðingjasetur hans var ekki hans eign, heldur var hans aðeins leigjandi.

Hann var einnig gagnrýndur fyrir að vera aðeins í meðallagi í póker, hvorki yfirburða góður né lélegur. Sögusagnir fóru á flug um að hann hafi ekki auðgast af póker heldur væri þetta fé frá föður hans.

Í viðtali við Larry King sagðist Dan hafa gefið bróður sínum Adam allt féð sem hann fékk frá föður sínum en fólk átti erfitt með að trúa honum. Ofan á allt saman kom í ljós að faðir hans, sem er dæmdur glæpamaður,  var að reka fyrirtækið á bak við tjöldin.

Allt þetta sýndi fólki og aðdáendum Dan að glansmyndin á Instagram sé ekki raunveruleikinn.

Dan hefur ekki birt mynd á Instagram síðan í desember 2020 og virðist vera að draga sig til hlé frá þessum villta glaumgosalífsstíl.

Dáður svo hataður

Fyrir rúmlega viku síðan birti YouTube-notandinn J Aubrey ítarlegt myndband um Dan Bilzerian sem má horfa á í spilaranum hér að neðan.

YouTube-notandinn SunnyV2 birti einnig myndband um Dan fyrir hálfu ári síðan sem hefur fengið tæplega þrjár milljónir í áhorf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“

„Ef kærastinn neitar að gera þetta í svefnherberginu, hættu með honum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi

Riley Reid um ástæðuna fyrir því að hún hætti í klámi