fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024

Jóhanna Guðrún: „Ég verð upp í rúmi að knúsa bikarinn“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 7. maí 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Maxim Petrov slógu botninn í þáttaröðina Allir geta dansað á Stöð 2 með sigri í gær. Kepptu þau til úrslita ásamt þremur öðrum pörum: Hönnu Rún Bazev Óladóttur og Bergþóri Pálssyni, Ebbu Guðnýju Guðmundsdóttur og Javi Valiño, Lilju Guðmundsdóttur og Arnari Grant.

Dansa Jóhönnu Guðrúnar og Maxim má sjá hér.

Jóhanna Guðrún er að vonum alsæl með sigurinn, en hingað til hefur hún slegið í gegn á söngsviðinu. Það er hins vegar ljóst að henni eru allir vegir færir í dansinum líka. Í stöðufærslu á Facebook í morgun segist hún ætla að knúsa bikarinn upp í rúmi í allan dag.

„Ég veit eiginlega ekki hvað ég get sagt ! Ég er ennþá að meðtaka þennan sigur í gær. Þetta er búið að vera ofboðslega lærdómsríkt og skemmtilegt ferli og vá hvað ég er þakklát fyrir að hafa verið partur af þessum frábæru þáttum!
Ég vil þakka Maxim Petrov fyrir frábært samstarf. Þvílíkt keppnisskap og fagmennska út í gegn! Kæmi mér ekkert á óvart ef hann mundi vinna þessa keppni aftur í næstu seríu.
Svo vil ég þakka aðalmanninum í lífi mínu, Davíð Sigurgeirssyni, fyrir að höndla allt þetta álag og mikla fjarveru af minni hálfu þessa mánuði. Ég elska þig.

Takk fyrir mig! Ég verð upp í rúmi að knúsa bikarinn í dag !

DV óskar Jóhönnu Guðrúnu og Maxim innilega til hamingju með sigurinn og við bíðum spennt eftir næstu þáttaröð!

Lestu einnig: Leynigestur sló í gegn á ABBA sýningu.

Lestu einnig: Hvað segir mamma? Jóhanna Guðrún er traust, hugulsöm og úrræðagóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur

Eyðir hverri einustu mynd eftir að hafa verið fitusmánuð fyrir framan alþjóð – Unnusti hennar er heimsfrægur
Fréttir
Fyrir 3 klukkutímum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Pressan
Fyrir 4 klukkutímum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti

Fluttur með hraði á sjúkrahús með verk fyrir brjósti
Fókus
Fyrir 5 klukkutímum

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda

Leitar sér hjálpar vegna Ozempic notkunar eftir ákall áhyggjufullra aðdáenda
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.