fbpx
Laugardagur 14.desember 2024

Skógræktarfélag Íslands útnefnir vesturbæjarvíði sem tré ársins 2018

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 29. ágúst 2018 15:30

Tré ársins 2018. Mynd Einar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Skógræktarfélag Íslands, í samstarfi við IKEA á Íslandi, útnefnir vesturbæjarvíði (Salix smithiana Vesturbæjarvíðir) að Ytri-Skógum sem Tré ársins 2018. Athöfnin hefst kl. 14 sunnudaginn 2. september.

Dagskrá:

Setning: Sverrir Magnússon

Ávarp og afhending viðurkenninga: Jónatan Garðarsson, formaður Skógræktarfélag Íslands

Ávarp verðlaunahafa: Margrét Bárðardóttir

Léttar veitingar frá Skógakaffi, trjáföðmun og mælingar á Tré ársins

Hljómsveit Valborgar Ólafsdóttur flytur frumsamin lög. Hana skipa Valborg Ólafsdóttir, söngur og gítar, Orri Guðmundsson á trommum, Baldvin Freyr Þorsteinsson á gítar og Árni Guðjónsson á bassa og hljómborð.

Að athöfn lokinni verður boðið upp á skógargöngu um Völvuskóg undir leiðsögn staðkunnugra.

Er þetta í fyrsta skipti sem þessi tegund er útnefnd sem Tré ársins og er tréð sérlega umfangsmikið og mikill karakter enda ýmislegt á daga þess drifið. Vesturbæjarvíðir var nokkuð algengur í görðum í vesturbæ Reykjavíkur á fyrri helmingi 20. aldar, en ræktun hans lagðist mikið til af þegar lengra leið á öldina og er hann frekar fágæt tegund hérlendis. Í grein Jóhanns Pálssonar grasafræðings og fyrrverandi forstöðumanns Grasagarðsins á Akureyri og síðar garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar í Skógræktarritinu árið 1997  segir svo um tilkomu og uppruna vesturbæjarvíðis.

Á Ytri-Skógum var tvíbýli og hétu bæirnir Austurbær og Vesturbær. Vitað er að bræðurnir Kjartan og Bárður Guðmundssynir úr Austurbænum gróðursettu þetta tré árið 1948, að því er talið er, eða fyrir sléttum sjötíu árum síðan, á sumarhúsalóð sem þeir héldu eftir er jörðin var gefin Héraðsnefndum undir Héraðsskólann. Fyrir hönd afmælisbarnsins við Eystra Bæjargil tekur dóttir Bárðar, Margrét Bárðardóttir, við viðurkenningaskjali og skilti því til staðfestingar að tréð hafi verið valið Tré ársins 2018.

Hér eru þeir bræður sem gróðursettu tréð, Bárður Guðmundsson verslunarmaður og Kjartan Guðmundsson, prófessor í taugalæknisfræði. Úr myndasafni Margrétar Bárðardóttur.

„Á árunum upp úr síðustu alda-mótum flutti Jón Eyvindsson kaupmaður til landsins stofuplöntur frá Þýskalandi. Búið var um þessar plöntur í tágakörfum sem voru mikið notaðar sem umbúðir á þeim árum. Ungur sonur hans Ísleifur kom til teinungi úr þesskonar körfu og gróðursetti í garði föður síns að Stýrimannastíg 9 í Reykjavík (Ísleifur Jónsson, munnleg heimild). Teinungur þessi dafnaði vel og smám saman fóru nágrannarnir að fá græðlinga af honum og gróðursetja í garðana hjá sér. Varð þessi víðir einskonar einkennistré gamla Vesturbæjarins og við hann kenndur og kallast vesturbæjarvíðir. Ég veit ekki til þess að vesturbæjarvíðirinn hafi nokkurn tíma verið framleiddur og seldur í gróðrarstöðvum og þegar auðveldara varð að fá trjáplöntur keyptar lagðist ræktun hans mestmegnis af. Það er sjaldgæft að finna hann í görðum sem eru gerðir eftir 1940. [ ] Vesturbæjarvíðirinn virðist vera tegundabastarður. Útlitslega líkist hann hópi nauðalíkra blendinga sem mikið er af í Evrópu og taldir eru bastarðar körfuvíðis, Salix viminalis L., selju, S. capraea L., og gráselju, S. cinerea L. Allar þær tegundir blómgast fyrir laufgun og eins er um alla þekkta bastarða þeirra. Aftur á móti blómgast vesturbæjarvíðirinn samtímis eða um það bil sem laufgun er að ljúka og virðist auk þess hafa möguleika á að verða stórvaxnari en þeir blendingar úr þessum hópi sem ég hefi séð erlendis. Erlendir grasafræðingar sem ég hefi borið þennan víði undir hallast helst að því að hann beri að flokka sem Salix x smithiana Willd. en það er einn algengasti blendingurinn í framan-greindum hópi. [  ] Vesturbæjarvíðirinn er einn klónn og hann er kvenkyns og þó um bastarð sé að ræða er hann ágætlega frjór.“

Skógræktarfélag Íslands hefur krýnt Tré ársins árlega síðan 1993. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land. Sjá lista hér.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 klukkutímum

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“

„Þó við veðsettum allt sem við ættum, konur börn og hús dygði það ekki til“
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta

Leikmaður íslenska landsliðsins segir næsta landsliðsþjálfara þurfa að hafa þetta
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
Pressan
Fyrir 6 klukkutímum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“

Þjálfarinn ræddi aldrei við Sævar á meðan hann var í starfi – „Pælingarnar hans góðar en hann kom þeim svo illa frá sér“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna

Hvað er að gerast með flygildin sem sést hafa yfir Bandaríkjunum og Bretlandi – Yfirnáttúruleg fyrirbæri eða yfirvofandi árásir fjandmanna
Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Anton Bjarki byrjaði að sauma föt 16 ára – Sækir innblástur í íslenska arfleið

Anton Bjarki byrjaði að sauma föt 16 ára – Sækir innblástur í íslenska arfleið
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham

Missti fyrirliðabandið eftir óásættanlega hegðun gegn West Ham