fbpx
Föstudagur 19.september 2025
Fókus

Snillingur kveður

Andrew Sachs er látinn

Kolbrún Bergþórsdóttir
Miðvikudaginn 7. desember 2016 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Sachs er látinn, 86 ára gamall. Hann vann hug og hjörtu sjónvarpsáhorfenda í hlutverki sínu sem Manuel í Fawlty Towers. Hinn bjartsýni þjónn Manuel var frá Barcelona eins og yfirmaður hans Basil Fawlty, sem John Cleese lék frábærlega, þreyttist aldrei á að minnast á. Manuel varð ekki bara að þola svívirðingar frá vinnuveitanda sínum heldur einnig líkamlegt ofbeldi. Sachs meiddist nokkrum sinnum við tökur á þáttunum, eins og þegar Cleese barði hann í einu atriði með pönnu. Cleese sagði að Sachs hefði verið með höfuðverk í tvö daga eftir það. Sachs sagðist hafa kvartað undan meðferðinni við Cleese sem svaraði: „Þetta er bara eitt atriði, harkaðu af þér.“ Sachs slasaðist einnig á hendi þegar Cleese, í einu atriði þáttanna, hrinti honum í eld. Sachs fékk 700 pund í skaðabætur frá BBC.

Sachs fæddist árið 1930 í Berlín. Faðir hans var gyðingur sem nasistar handtóku á veitingastað fyrir framan fjölskyldu hans sem þeir sögðu aldrei eiga eftir að sjá hann aftur. Háttsettum vinum föðurins tókst að fá hann lausan og hann flúði til Bretlands ásamt fjölskyldu sinni. Sachs var fimmtán ára gamall þegar hann ákvað að verða leikari. Hann sló í gegn sem Manuel og eignaðist fjölda aðdáenda víða um heim. Sachs var sagður feiminn og hlédrægur maður. Hann þjáðist af heilabilun síðustu árin en eiginkona hans sagði að ástand hans hefði ekki orðið verulega slæmt fyrr en rétt undir lokin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu

Eva Margrét og Ómar nutu í botn á Ítalíu
Fókus
Í gær

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“

Hitti Drake eftir að hún gaf honum brjóstahaldarann sinn: „Ég held ég segi ekki meira en það“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki