fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Telma hljóp 200 kílómetra í apríl – Svona fór hún að því

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 20. maí 2020 20:00

Telma Matthíasdóttir. Myndir/Instagram @fitubrennsla

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttakonan, áhrifavaldurinn og athafnakonan Telma Matthíasdóttir hljóp 200 kílómetra í apríl. Telma heldur úti mjög vinsælli Instagram-síðu, @fitubrennsla, og er eigandi Bætiefnabúllunar. Hún hefur alla tíð verið mjög iðin og hefur meðal annars klárað Járnmanninn, sem er mjög krefjandi þríþraut.

Við heyrðum í Telmu og spurðum hana út í 200 kílómetrana, hvernig hún fór eiginlega að þessu og hvaða ráð hún gefur byrjendum.

Fjölbreytileikinn mikilvægur

„Fyrir jól skráði ég mig í Hengil Ultra 50 kílómetra fjallahlaup sem fer fram helgina 5.-6. júní. Mér fannst vera nægur tími til að æfa enn svo bara leið tíminn hraðar enn ég bjóst við. Þegar þarna var komið hafði ég ekki hlaupið neitt langt hlaup og lítið verið að brölta fjöll. Ég fékk áskorun um að hlaupa 100 kílómetra í apríl enn mér fannst það ekki nógu krefjandi svo ég bætti við öðrum 100 kílómetrum,“ segir Telma.

„Það er mikilvægt að hafa hlaupin fjölbreytt, svo ég hljóp bæði inni og úti, á bretti sem ég er með í bílskúrnum og götuhlaup, utanvegshlaup og fjallahlaup. Og ekki má gleyma að hlaupa bæði í góðu og vondu veðri og hlaupa ekki alltaf sömu leiðina.“

https://www.instagram.com/p/B_2pz6dAlws/

Ráð fyrir byrjendur

Telma gefur byrjendum, sem og lengra komnum, góð ráð.

„Númer eitt er að vera í góðum skóm og fatnaði sem þér líður vel í. Það er ekkert eins leiðinlegt eins og að enda góðan hlaupatúr á blöðrum eða nuddsárum, minningin verður leiðinleg og minni líkur á að þú farir aftur. Það þarf að vökva sig vel og hafa smá orku í vasanum, því við vitum aldrei hvernig dagsformið er. Muna eftir sólarvörninni því þótt sólin sé á bak við skýin þá ná geislarnir nebbanum okkar. Byrja hægt, rösk ganga gerir kraftaverk.

Svo er hægt að bæta í rólega með því að skokka 50 skref og labba 200 skref. Rúlla þessu áfram þar til þú treystir þér til að skokka fleiri skref og labba færri. Við verðum meta okkar form, ekki miða okkur við hvað aðrir eru að hlaupa langt. Allt of margir stökkva af stað og pína sig í gegnum 5 kílómetra og bugast þegar heim er komið, reima svo ekki á sig skóna í margar vikur eða mánuði á eftir.“

https://www.instagram.com/p/B9peh8dA7x_/

Lykillinn að árangri

Telma segir að lykillinn sé stöðugleiki. „Setja sér raunhæf enn um leið krefjandi markmið og skipuleggja sig vel. Hafa gaman að því sem maður er að gera. Góð næring alla daga er lykilatriðið að góðri heilsu. Ef þú nærir þig ekki vel þá endar þú í slitum og meiðslum. Skipulögð hvíld og endurheimt er jafn mikilvæg og uppbyggingin sjálf,“ segir hún.

Náttúruhlaup eru í miklu uppáhaldi hjá Telmu og vill hún helst komast upp á eitthvað fjall.

„Ég bý á Álftanesi og hleyp ansi oft með fram strandlengjunni og bakdyramegin af Bessastöðum. Heiðmörk og Helgafell og umhverfið þar í kring er dásamlegt, stutt að fara. Glymur er mjög falleg fjallganga og alltaf gaman að hlaupa Esjuna,“ segir hún.

Telma hvetur landsmenn til að nota sumarið til að vera í náttúrunni, ganga á fjöll, inn dali og með fram ströndum.

„Landið okkar er dásamlegt í hvaða veðri sem er. Það er hressandi að koma veðurbarinn inn eftir góða útiveru í náttúrunni. Við þurfum ekki að vera atvinnuhlauparar til að fara út að hlaupa, við megum vera allskonar. Farðu af stað jákvæð/ur með bros á vör og leiddu hugann að því hversu dýrmætt það er fyrir þína heilsu að hreyfa þig. Settu þér markmið og af stað með því að setja hægri fót fram fyrir vinstri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“

Eva var stoppuð af lögreglunni og kom í Dagbók lögreglunnar – „Æ Eva hættu að ljúga að opinberum starfsmanni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 

Rihanna stórglæsileg á bláa dreglinum við heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar Smurfs 
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 5 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 5 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“