fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Heiðar Logi brann út og lífið umturnaðist: „Þarna var ég rétt rúmlega tvítugur og rak skemmtistað”

Íris Hauksdóttir
Laugardaginn 25. janúar 2020 22:00

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiðar Logi Elíasson hefur vakið verðskuldaða athygli innan samfélagsmiðla þar sem hann býður fylgjendum sínum að fylgjast með fjölbreyttum ævintýrum hans. Heiðar Logi er atvinnusörfari samhliða því að kenna jóga en lýsir því sjálfur þannig að hann vinni við að leika sér. „Ég er með botnlausan brunn af ævintýraþrá og finnst ekkert skemmtilegra en jaðarsport og aðstæðurnar sem þeim fylgja. Ég var afskaplega ofvirkur krakki en fann mig og minn innri frið í öldunum í hafinu.“

Lifir ekki á samfélagsmiðlum

Samfélagsmiðlaferillinn hófst eftir Heiðar Logi byrjaði að sýna frá ævintýrum sínum í myndum og myndböndum á Instagram. Markmiðið segir hann hafa verið að gefa fólki innsýn í líf sörfara á Íslandi. „Með tímanum fór ég að færa mig yfir á Snapchat og það þróaðist þannig að ég fór að sýna í raun allt og ekkert sem ég tek mér fyrir hendur, þá á ég bæði við ævintýrin og það sem ég geri í mínu daglega lífi. Ég vinn vissulega við önnur störf svo það er ekki hægt að segja að ég hafi mitt lifibrauð af samfélagsmiðlum. Ég hef tekjur af ýmsu öðru í dag þó svo að miðlarnir auðveldi mér töluvert að finna tækifæri í því sem ég vil taka mér fyrir hendur. Ég hugsa að mín sérstaða umfram aðra í svipuðum sporum sé einmitt þessi ævintýri sem ég hef svo gaman að sýna frá.“

Tek sveiflur í drifkrafti og dugnaði

Aðspurður hvernig það sé að vera sinn eigin yfirmaður segir Heiðar Logi að það geti verið erfitt. „Það hefur reynst mjög krefjandi að vera minn eigin umboðsmaður og oft þarf öflugt hugmyndaflug. Ég tek miklar sveiflur í drifkrafti og dugnaði, en ég reyni að leyfa því bara að gerast og snúa mér þá frekar að öðru þegar ég vil breyta til. Góðu fréttirnar eru hins vegar þær að ég fann mér nýlega alvöru umboðsmann sem mér finnst gott að ráða ráðum með.“

Mynd: Eyþór Árnason

Umræðan um svokallaða áhrifavalda hefur verið vinsæl undanfarið og sitt sýnist hverjum um ágæti þeirrar starfsstéttar, sem svo nýlega ruddi sér til rúms í orðræðunni. Sjálfur segist Heiðar Logi ekki lýsa sér sem íslenskum áhrifavaldi þótt hann hafi litla skoðun á orðinu sjálfu. „Ég lít meira á mig sem íþróttamann sem sýnir frá daglegu lífi frekar en áhrifavald sem stundar íþróttir. Samt óska ég mér einskis heitar en að hafa jákvæð áhrif á samfélagið og vera góða fyrirmynd í því sem ég geri. Markmið mitt hefur í raun alltaf verið að sýna fólki að maður getur látið drauma sína rætast ef maður er tilbúinn að leggja á sig vinnuna. Sjálfur fæ ég mjög lítið af neikvæðri gagnrýni, en eflaust er það vegna þess að ég býð ekki mikið upp á það. Að sjálfsögðu kemur það fyrir að fólk tjáir sig um hluti sem ég er að gera eða spyrji mig út í það sem ég hef verið að sýna frá, en mér hefur alltaf þótt það vera jákvætt. Ég hef líka svo gaman af því að sjá hvað fólk er áhugasamt og viljugt að hrósa einhverjum sem það þekkir ekki persónulega.

Mynd: Eyþór Árnason

Markmiðið hefur alltaf verið það sama, þótt það breytist hægt og rólega hvað mér finnst skemmtilegt á milli ára. Markmiðið að verða atvinnumaður í íþróttum. Í byrjun var það á snjóbretti en svo þróaðist það yfir í brimbretti. Ég hef lagt á mig gríðarlega vinnu til þess að gera það að raunveruleika og hef fórnað ótal mörgu í staðinn – en auðvitað er það það sem allir íþróttamenn þurfa að gera til að ná langt.“

Rútína í rútínuleysinu

Þegar talið berst að venjulegum degi í lífi Heiðars Loga, vefst svarið ögn fyrir honum. „Dagarnir eru algjörlega rútínulausir þó svo að það sé kannski smá rútína í rútínuleysinu. Ég tel mig vera A-manneskju stærsta hluta ársins en dett svo í B-manneskjuna annað slagið. Ég á það til að ofkeyra mig líkamlega því ég hreyfi mig mikið og þegar það gerist dett ég í B og fer að sofa lengur, eiga erfiðara með að sofna og ná innri ró. En til að lýsa dæmigerðum degi þá vakna ég um 8–9 leytið, fer beint í kaffivélina og helli mér upp á einn ljúffengan búlletprúf kaffibolla og tek nokkrar teygjur á meðan ég drekk hann. Ég tannbursta og tunguskef mig og opna svo tölvuna og fer yfir tölvupóst og skilaboð. Ef ég er ekki rokinn út að sörfa, renna mér á snjóbretti eða kominn á krossara fer ég mjög reglulega á Gló í hádeginu og fæ mér hollan og næringarríkan hádegismat. Það er í raun ómögulegt að segja hvað ég geri eftir það, því dagarnir eru gjörsamlega óreglubundnir.“

Fullnægður ferilslega séð

Tildrög þess að Heiðar Logi leiddist út á þessa braut var kulnun sem hann upplifði í fyrra starfi. Hann ákvað í kjölfarið að breyta alfarið um stefnu og einbeita sér að því sem hann elskaði að gera. „Ég hef barist við mikinn kvíða undanfarin ár. Sérstaklega eftir að ég upplifði „burn-out“ eða kulnun eins og það heitir á íslensku. Þarna var ég rétt rúmlega tvítugur og rak skemmtistað. Mér leið alls ekki vel og átti erfitt með að kúpla mig út í frítíma.

Mynd: Eyþór Árnason

Með tímanum þróaði ég með mér kvíða og á endanum brann ég út. Þó var það ekki eingöngu neikvætt, því ég fékk gott spark í rassinn til að breyta og gera eitthvað sem ég raunverulega elskaði. Þá ákvað ég að láta draum minn rætast. Þessi breyting var mitt stærsta og erfiðasta verkefni. Í dag á ég alls kyns nýja drauma sem hafa þróast á síðustu árum, en núna snúast þeir ekki um feril heldur fjölskyldu og vini. Ég er mjög fullnægður ferilslega séð, þótt ég muni auðvitað alltaf halda áfram að byggja ofan á það. En núna er mig farið að langa til að verða besta útgáfan af sjálfum mér og takast á við nýjar áskoranir sem lífið hefur upp á að bjóða.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Eva Ruza fer í skóför Felix

Eva Ruza fer í skóför Felix
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sonur Elísu og Elíss fæddur

Sonur Elísu og Elíss fæddur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“