fbpx
Þriðjudagur 11.ágúst 2020
Fókus

Ari átti ósýnilegan vin sem barn – Geimfarasýning Erró tengdi allt saman

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 30. september 2018 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í október verður kvikmyndin Undir halastjörnu frumsýnd. Hún er byggð á líkfundarmálinu svokallaða frá árinu 2004 sem öll þjóðin fylgdist með. Myndin er fyrsta leikna kvikmynd Ara Alexanders Ergis Magnússonar í fullri lengd en hann hefur lengi starfað við kvikmyndagerð, myndlist og fleira. DV ræddi við Ara um myndina, föðurmissinn og Síberíu en þaðan fluttist móðir hans til Íslands á sjöunda áratugnum.

Þetta er brot úr stóru viðtali í helgarblaði DV.

 

Ósýnilegi vinurinn og Erró

Þegar Ari var barn átti hann ósýnilegan vin í kjallaranum heima hjá sér. Hann sagði Ragnheiði ömmu sinni frá þessum vini sínum og hún tók því mjög rólega en af miklum áhuga og spurði mig hvað hann myndi gera.

„Ég sagði henni að hann væri geimfari og hún svaraði: já, er hann það? og leyfði ímyndarafli mínu að þenjast út í ystu æsar um hver hann væri og hvaðan hann kæmi.“

Ragnheiður fór með Ara mörgum árum seinna á listsýningu Errós á Kjarvalsstöðum, árið 1978, þar sem hann sýndi verk úr geimfaraseríunni sinni og Ari tengdi þetta strax við sinn ósýnilega vin.

„Þarna kom þetta saman, ég tengdi svo sterkt við þetta því þarna var alheimurinn minn. Þessi geimfarasýning var því eins konar uppljómun og ég tilkynnti ömmu það formlega að ég vildi verða myndlistarmaður eins og Erró. Aldrei hef ég verið eins hrifinn af sýningu nokkurs manns, hvorki fyrr né síðar.“

Rúmum tíu árum síðar, þegar Ari var myndlistarnemandi í París, hitti hann Erró í fyrsta skipti fyrir tilviljun.

„Ég var nýkominn til Parísar og sat á kaffihúsi með vinkonu minni þegar Erró gekk fram hjá glugganum og ég hljóp út á eftir honum. Ég kynnti mig, sagði honum söguna og að það væri honum að þakka að ég væri í myndlistarnámi. Spurði hann hvort ég mætti heimsækja hann á vinnustofuna og hann tók því vel. Vinátta okkar þróaðist, ég skrifaði lokaritgerð um hann í listasögu og hann var fyrsti maðurinn til að mæta á sýningar hjá mér. Seinna meir gerði ég heimildamynd um hann og það er alltaf mitt fyrsta verk að fara til hans þegar ég kem til Parísar,“ segir Ari sem augljóslega hlýnar um hjartaræturnar.

Lítur þú á Erró sem fyrirmynd, læriföður eða eitthvað álíka?

„Meira, hann er hin fullkomna fyrirmynd. Hann er svo hlý manneskja og fylginn sjálfum sér, listsköpun sinni og engan þekki ég sem er jafn vinnusamur. Maður er alltaf að leita að pabba sínum þegar maður missir hann svona ungur og einhvern veginn hef ég náð djúpum samskiptum við mér eldri listamenn líkt og Erró, Thor Vilhjálmsson og Sigurð Guðmundsson.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni

Fókus
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman

Hrafnhildur Gunnars: Áður fyrr óhugsandi að tvær lesbíur og tveir hommar myndu eignast barn saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu

Góður undirbúningur skilar sér í vel heppnaðri útilegu
Fókus
Fyrir 6 dögum

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans

Óttaðist að enda sem versta martröð súkkulaðinuddarans
Fókus
Fyrir 6 dögum

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“

„Ok svo þið vitið það fyrirfram þá er ég að stela hugmyndum af…“
Fyrir 1 viku

Dóttir mín er alltaf í iPadnum

Dóttir mín er alltaf í iPadnum
Fókus
Fyrir 1 viku

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn

Ég var alltaf að fresta hlutum því allt yrði betra þegar ég yrði grönn