fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Geislandi gleði á Grímunni

Gríman – íslensku sviðslistaverðlaunin 2017

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 25. júní 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslensku sviðslista­verðlaun­in Grím­an voru veitt við hátíðlega at­höfn í Þjóðleik­hús­inu í 15. sinn þann 16. júní síðastliðinn. Gríman er glæsileg uppskeruhátíð sviðslista. Garðar Cortes, fyrrverandi óperustjóri Íslensku óperunnar og stofnandi Söngskóla Reykjavíkur, hlaut Heiðursverðlaun Sviðslistasambands Íslands fyrir ævistarf sitt í þágu óperu á Íslandi. Barnasýningin Blái hnötturinn, sem sýnd var í Borgarleikhúsinu, hlaut flest verðlaun, en önnur verðlaun dreifðust víða. Finna má nöfn verðlaunahafa á heimasíðu Sviðslistasambands Íslands

Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, og dóttir hennar, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir. Leikgerð Melkorku á Tímaþjófinum, þekktustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, hlaut tilnefningu sem leikrit ársins. Thea er ekki síður hæfileikarík þótt ung sé að árum; yrkir ljóð, teiknar og leikur.
Hæfileikaríkar mæðgur Melkorka Tekla Ólafsdóttir, leiklistarráðunautur Þjóðleikhússins, og dóttir hennar, Thea Snæfríður Kristjánsdóttir. Leikgerð Melkorku á Tímaþjófinum, þekktustu skáldsögu Steinunnar Sigurðardóttur, hlaut tilnefningu sem leikrit ársins. Thea er ekki síður hæfileikarík þótt ung sé að árum; yrkir ljóð, teiknar og leikur.
Vinkonurnar Ísabella Ronja Benediktsdóttir og Melkorka Ýr Bustos léku í Þær spila blak Hallelúja sem tilnefnd var til tvennra verðlauna.
Ungar og upprennandi Vinkonurnar Ísabella Ronja Benediktsdóttir og Melkorka Ýr Bustos léku í Þær spila blak Hallelúja sem tilnefnd var til tvennra verðlauna.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, móðir hennar, Guðríður Katrín Arason, og systir Þorgerðar, Karitas Halldóra Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála í mennta- og menningarráðuneytinu.
Kjarnakonur Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, móðir hennar, Guðríður Katrín Arason, og systir Þorgerðar, Karitas Halldóra Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála í mennta- og menningarráðuneytinu.
Rakel Ásgeirsdóttir sminka, Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og Rakel María Hjaltadóttir hárgreiðslukona eru allar að gera góða hluti í Borgarleikhúsinu.
Borgarleikhúsdrottningar Rakel Ásgeirsdóttir sminka, Brynhildur Guðjónsdóttir leikkona og Rakel María Hjaltadóttir hárgreiðslukona eru allar að gera góða hluti í Borgarleikhúsinu.
Hjónin og listamennirnir Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson. Sýning Ragnars, Guð hvað mér líður illa, stendur yfir í Hafnarhúsinu. Ragnar fékk Grímuna sem danshöfundur ársins 2017 ásamt Margréti Bjarnadóttur fyrir Fórn - No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins. Fórn var einnig valin sýning ársins.
Listahjón Hjónin og listamennirnir Ingibjörg Sigurjónsdóttir og Ragnar Kjartansson. Sýning Ragnars, Guð hvað mér líður illa, stendur yfir í Hafnarhúsinu. Ragnar fékk Grímuna sem danshöfundur ársins 2017 ásamt Margréti Bjarnadóttur fyrir Fórn – No Tomorrow í sviðsetningu Íslenska dansflokksins og Borgarleikhússins. Fórn var einnig valin sýning ársins.
Hjónin Berglind Ólafsdóttir, hjónabands- og fjölskylduþerapisti, og Björgvin Franz Gíslason. Björgvin var tilefndur sem leikari í aukahlutverki fyrir frábæra frammistöðu í Elly, en hann bregður sér í sjö hlutverk þar.
Tilnefndur fyrir nokkur hlutverk Hjónin Berglind Ólafsdóttir, hjónabands- og fjölskylduþerapisti, og Björgvin Franz Gíslason. Björgvin var tilefndur sem leikari í aukahlutverki fyrir frábæra frammistöðu í Elly, en hann bregður sér í sjö hlutverk þar.
Snæfríður Ingvarsdóttir var tilnefnd sem leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Djöflaeyjunni.
Tilnefnd og töff Snæfríður Ingvarsdóttir var tilnefnd sem leikkona í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt í Djöflaeyjunni.
Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, best þekktur sem Gói, og eiginkona hans, Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir ljósmóðir. Guðjón var tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik í Húsinu.
Gói og gyðjan hans Leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, best þekktur sem Gói, og eiginkona hans, Ingibjörg Ýr Óskarsdóttir ljósmóðir. Guðjón var tilnefndur sem leikari í aðalhlutverki fyrir leik í Húsinu.
Leikkonurnar Gríma Kristjánsdóttir, Laufey Elíasdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir ásamt Arnari Péturssyni, gítarleikara Mammút. Halldóra og Laufey tilheyra leikhópnum RaTaTam sem tilnefndur var til Sprotaverðlaunanna í ár. Arnar og Halldóra eru par.
Gítarleikarinn og leiklistargyðjurnar Leikkonurnar Gríma Kristjánsdóttir, Laufey Elíasdóttir og Halldóra Rut Baldursdóttir ásamt Arnari Péturssyni, gítarleikara Mammút. Halldóra og Laufey tilheyra leikhópnum RaTaTam sem tilnefndur var til Sprotaverðlaunanna í ár. Arnar og Halldóra eru par.
Ólafur Egill Egilsson var tilnefndur fyrir sýningu ársins ásamt Gísla Erni Garðarssyni fyrir Elly og sem leikstjóri ársins fyrir Brot úr hjónabandi ásamt leikkonunni Charlottu Bøving.
Listrík og listfeng Ólafur Egill Egilsson var tilnefndur fyrir sýningu ársins ásamt Gísla Erni Garðarssyni fyrir Elly og sem leikstjóri ársins fyrir Brot úr hjónabandi ásamt leikkonunni Charlottu Bøving.
Tinna Sverrisdóttir, ein Reykjavíkurdætra, og Gréta Kristín Ómarsdóttir sem fékk Sprota ársins í ár.
Dætur Reykjavíkur Tinna Sverrisdóttir, ein Reykjavíkurdætra, og Gréta Kristín Ómarsdóttir sem fékk Sprota ársins í ár.
Ævar Þór Benediktsson gaf vísindunum frí og skellti sér í leikhúsið með Hilmi Jenssyni leikara.
Vísindavinir Ævar Þór Benediktsson gaf vísindunum frí og skellti sér í leikhúsið með Hilmi Jenssyni leikara.
María Ólafsdóttir búningahönnuður og Vigfús Birgisson, eiginmaður hennar. María var tilefnd fyrir búninga í Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar.
Brosmildur búningahönnuður María Ólafsdóttir búningahönnuður og Vigfús Birgisson, eiginmaður hennar. María var tilefnd fyrir búninga í Évgení Onegin í sviðsetningu Íslensku óperunnar.
Kristrún Hrafnsdóttir og Gógó Starr eru bestu vinir. Dragdrottingin Gógó Starr sá um að kynna besta dansara ársins og besta söngvara ársins.
Bestu vinir Kristrún Hrafnsdóttir og Gógó Starr eru bestu vinir. Dragdrottingin Gógó Starr sá um að kynna besta dansara ársins og besta söngvara ársins.
Níels Thibaud Girerd (Nilli), sýningar- og verkefnastjóri Íslensku óperunnar, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri voru verðugir fulltrúar Íslensku óperunnar, sem hlaut alls sjö tilnefningar á Grímunni.
Óperustjörnur Níels Thibaud Girerd (Nilli), sýningar- og verkefnastjóri Íslensku óperunnar, og Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri voru verðugir fulltrúar Íslensku óperunnar, sem hlaut alls sjö tilnefningar á Grímunni.
Hjónin Viðar Eggertsson leikari og Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og eigandi AALTO Bistro, eru glæsilegir saman.
Glæsileg hjón Hjónin Viðar Eggertsson leikari og Sveinn Kjartansson, matreiðslumaður og eigandi AALTO Bistro, eru glæsilegir saman.
Gunnlaugur Egilsson, dansari og danshöfundur, kona hans Gunnur von Matérn viðmótshönnuður og  móðir Gunnlaugs, Tinna Gunnlaugsdóttir, leikari og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri.
Hæfileikar í tveimur ættliðum Gunnlaugur Egilsson, dansari og danshöfundur, kona hans Gunnur von Matérn viðmótshönnuður og móðir Gunnlaugs, Tinna Gunnlaugsdóttir, leikari og fyrrverandi þjóðleikhússtjóri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“