fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fókus

Stefán Karl tjáir sig opinskátt um baráttuna við krabbameinið: „Meiri líkur en minni á því að ég fái þetta aftur“

Brotnaði saman við að fá fréttirnar – Segir hugarfarið skipta gríðarlegu máli

Auður Ösp
Miðvikudaginn 17. maí 2017 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Samkvæmt þessari greiningu sem ég er með þá eru meiri líkur en minni á því að ég fái þetta aftur og það dragi mig dauða,“ segir Stefán Karl Stefánsson sem greindist með illvígt krabbamein í fyrra og gekkst í kjölfarið undir stífa lyfja og geislameðferð. Hann þarf að lifa með þeim möguleika að sjúkdómurinn muni taka sig upp á ný en neitar að bugast.

„Það hljómar rosalega: „Guð minn góður, þetta er svona hræðilega alvarlegt. Ég get líka farið og leikið mér að allskonar tölum um líkur á því að verða fyrir strætó hérna úti og eitthvað svona,“ segir Stefán í viðtali við sjónvarpsþáttinn Ný sýn en þættirnir eru sýndir í Sjónvarpi Símans.

„Þessi lífsbreyting varð þegar að Kristín Huld Haraldsdóttir læknir labbar inn í herbergi á Landspítalanum þar sem ég ligg og Steina situr við hliðina á mér. Segir að það sé hugsanlega æxli, sem er þarna í gallveginum. Lýsir þessu fyrir okkur og svona, horfir síðan á okkur og við spyrjum spurninga á fullu: „Er er þetta svona, er þetta krabbamein?“ – „Við höldum að það sé það,“ segir Stefán Karl þvínæst og kveðst á þeirri stundu hafa gert sér grein fyrir hver staðan væri.

„Þá vissi ég : það er verið að segja mér með öðrum orðum: „Þú ert kominn með krabbamein Stefán. Og ég algjörlega bara brotnaði saman. Hún var varla löbbuð út um dyrnar þegar ég setti sængina upp fyrir haus og vildi bara hverfa.“
Á öðrum stað í þættinum segir Stefán: „Ég hugsaði með mér strax: „Takið mig bara núna, ekki láta mig kveljast, takið mig þá frekar núna.“ Þá segir hann hugarfarið skipta gríðarlega miklu máli í þessum aðstæðum.

„Þetta er svo mikið hérna uppi,“ segir Stefán og bendir á höfuðið á sér. „Og þess vegna skiptir hugarfarið öllu máli.“

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=JiMn342Of_s&w=600&h=360]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 2 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum

O heldur áfram að raka inn verðlaunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?

Eitt dularfyllsta sakamál síðari ára – Hvað gerðist í lyftunni?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna