fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Þetta er fólkið sem hefur mikið að segja um hvert framlag Íslands í Eurovision verður

Snorri, Andrea og Þórður eru í dómnefndinni – Sigurvegari Eurovision 2015 einnig

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. mars 2017 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og alþjóð veit fara úrslit Söngvakeppninnar fara fram í Laugardalshöll á morgun, laugardag. Þá keppa sjö lög um að verða framlag Íslendinga í Eurovision söngvakeppninni sem haldin verður í Úkraínu í maí.

Í tilkynningu frá aðstandendum Söngvakeppninnar kemur fram að valið á sigurlaginu verði með svipuðu sniði og síðastliðin ár.

„Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og þegar þau hafa verið flutt aftur, verður kosið á ný. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna. Þess ber að geta að þegar einvígið hefst byrjar ný símakosning, þ.e. atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu,“ segir í tilkynningunni.

Umrædd dómnefnd verður skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæfa að úr heiminum. Um er að ræða fjóra erlenda dómara en þrjá íslenska, en þess má geta að þetta er í fyrsta sinn sem þetta er gert í Söngvakeppninni.
Í dómnefndinni eru bæði einstaklingar sem hægt er að kalla „Eurovision-sérfræðinga” sem og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni.

Í alþjóðlegu dómnefndinni eru eftirtaldir:

Svíþjóð:
Måns Zelmerlöw – söngvari og sjónvarpsmaður. Sigurvegari Eurovision söngvakeppninnar 2015.

Ástralía:
Julia Zemiro – Eurovisionkynnir, sjónvarps- leik og söngkona.

Frakkland:
Bruno Berberes – Sjónvarpsframleiðandi. Hefur verið í dómnefnd í forkeppnum fyrir Eurovision í Frakklandi og Svíþjóð. Einn framleiðanda The Voice í Frakklandi.

Serbía:
Milica Fajgelj, umboðsmaður tónlistarmanna. Verið í sendinefnd nokkurra í landa í Eurovision keppnum í gegnum árin.

Ísland:
Snorri Helgason, tónlistarmaður
Andrea Gylfadóttir, söngkona:
Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi