Útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson á Bylgjunni var meyr í vikunni, en þá áttaði hann sig á því að hann hefði unnið á Bylgjunni samfleytt í sautján ár. „Stundum er alveg magnað hvað tíminn líður hratt þegar maður er að gera það sem maður hefur gaman af,“ sagði Ívar sem hóf störf á Bylgjunni þann 1. mars árið 2000.
„Ég er nú ekki sérfræðingur í sögu útvarps á Íslandi en held að enginn hafi verið lengur á sama tíma á sömu stöð samfleytt,“ sagði Ívar sem þakkaði hlustendum kærlega.