fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Gunnar skellti sér á ótrúlegan leik Barcelona og PSG: Tók afdrifaríka ákvörðun nokkrum mínútum fyrir leikslok

„Þetta var ótrúlega svekkjandi“

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 10. mars 2017 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta var ótrúlega svekkjandi,“ segir Gunnar Theodór Gunnarsson, ökukennari með meiru, sem skellti sér á leik Barcelona og Paris Saint-Germain í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á miðvikudag.

Leikurinn er einn sá eftirminnilegasti í sögu keppninnar enda þurfti Barcelona að vinna upp fjögurra marka forskot frá fyrri leiknum sem tapaðist 4-0. Þegar þrjár mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma var staðan 3-1 fyrir Barcelona og útlitið ekki bjart. Á þeim tímapunkti þurfti Barcelona að skora þrjú mörk til að komast á áfram á þeim örfáu mínútum sem eftir lifðu.

Gunnar taldi – eins og eflaust margir – að Barcelona næði aldrei að skora þrjú mörk á þeim mínútum sem eftir lifðu. Gunnar og félagi hans sem var með honum á leiknum ákváðu því að drífa sig af vellinum til að komast hjá því að lenda í mannþrönginni eftir leikinn. Það hefðu þeir betur látið ógert.

„Þegar við vorum nýkomnir út af vellinum heyrðust fagnaðarlæti,“ segir Gunnar en þá var brasilíski snillingurinn Neymar búinn að skora gullfallegt mark beint úr aukaspyrnu og koma stöðunni í 4-1. „Svo heyrðum við önnur fagnaðarlæti stuttu síðar,“ bætir Gunnar við en þá var Barcelona nýbúið að skora fimmta markið og vantaði því aðeins eitt mark til að komast áfram.

„Svo vorum við komnir nokkuð víðs fjarri þegar allt gjörsamlega trylltist. Bílar flautuðu og það varð allt vitlaust,“ segir Gunnar sem missti af þessum ótrúlega lokakafla, en sá þó sjötta markið á skjá á nærliggjandi bar og þegar flautað var til leiksloka.

Gunnar segir að það sé vissulega svekkjandi að hafa misst af þessum ótrúlega lokakafla sem fer í sögubækurnar. Aldrei áður hefur liði tekist að komast áfram í Evrópukeppni eftir að hafa tapað fyrri leiknum með fjórum mörkum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni

Stórleikari óþekkjanlegur á setti – Umdeildur sökum ásakana um framhjáhald, einelti og áreitni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein

Áhrifavaldur viðurkennir að hafa logið að hún væri með krabbamein
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“

Allt breyttist hjá Dagbjörtu þann 2. desember – „Líf mitt hefur aldrei verið eins“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi