fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Vilhjálmur fékk óvenjulega afmælisgjöf: „Hafðu samband strax í dag“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 9. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef þig dreymir um að stunda fallhlífastökk í Noregi, brimbretti á Hawaii eða fjallaskíði á Grænlandi þá er Villi maðurinn fyrir þig. Ef ekki, þá er hann með góða líftryggingu. Það skemmir ekki fyrir að hann er vel menntaður og í góðri vinnu.“ Þannig hljómar auglýsing á sérstakri heimasíðu sem vinir Vilhjálms Þórs Gunnarssonar komu á laggirnar í þeim eina tilgangi að finna handa honum heppilegan kvenkost. Er Vilhjálmi meðal annars lýst sem skipulögðum og fjallmyndarlegum manni sem af einhverjum óskiljanlegum ástæðum er ekki enn genginn út.

„Blaðamaður, á núna að fara að auka ennþá meira í ruglið?“ spyr Vilhjálmur, einnig þekktur sem Villi hlæjandi þegar blaðamaður hefur samband við hann til að fá að vita álit hans á þessu frumlega uppátæki. Aðspurður kveðst Villi vera öllu vanur frá félaga sínum sem átti hugmyndina að síðunni, enda sé sá vinur framtakssamur með eindæmum. „Hver þarf óvini þegar þeir eiga svona vini?“

Sjálfur fékk Villi að vita af síðunni kvöldið áður en hún fór á loftið, á 29 ára afmælisdegi hans. Fékk hann þá sendan hlekk á síðuna ásamt þeirri orðsendingu að innan skamms myndu birtast keyptar auglýsingar á Facebook um hina tilteknu síðu. Hann segir viðbrögðin við síðunni hafa verið góð og nú þegar hafi honum borist skeyti frá áhugasömum stúlkum. „Ég er búinn að fá nokkur, ég held að það væri ókurteisi að kjafta hvernig en það á alveg eftir að koma eitthvað súper frumlegt!“ segir hann og bætir við að einnig hafi honum borist vinabeiðnir og „pot“ á facebook, auk ábendinga um stúlkur.

„Ég hef nú bara ekkert verið að leita þannig séð, ég hef ekkert átt í vandræðum með að deita. Þetta var bara meira grín hjá þessum vinum heldur en nokkuð annað,“ segir Villi aðspurður um hvort hér sé á ferð örvæntingarfull lokatilraun til að koma Villa út af stefnumótamarkaðnum. „En hef klárlega alltaf gaman að því að hitta fólk, ég er mjög opinn og finnst fátt vandræðalegt þó að öðrum finnist það.“

Hér má finna heimasíðuna um Villa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni

Coldplayhneykslið – Segir framhjáhaldarann mögulega geta höfðað mál gegn sveitinni
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“

„Ekki sópa þeim tilfinningum undir teppi“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?

Orðrómur frá Hollywood – Eru ljóshærða kynbomban og djúpraddaði hjartaknúsarinn að draga sig saman á gamalsaldri?