fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Dóp og naktar konur

Útvarpsmenn á Bylgjunni slógu í gegn í Steypustöðinni – Dóp og naktar konur

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. febrúar 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það mátti engu muna að ég ældi af þessu píputóbaki sem ég þurfti að reykja,“ segir útvarpsmaðurinn Ívar Guðmundsson, um upplifun sína af því að leika í grínþættinum Steypustöðinni. Í þætti helgarinnar var atriði í þremur hlutum um Bylgjulestina. Þjóðþekktir útvarpsmenn, svo sem Ívar sjálfur, Heimir Karlsson, Sigurður Hlöðversson og Þorgeir Ástvaldsson, léku í atriði þar sem heppinn hlustandi Bylgjunnar fékk að fara í ferðalag með Bylgjulestinni, ásamt ungum syni sínum.

Ferðin var svolítið öðruvísi en feðgarnir höfðu gert sér í hugarlund, svo vægt sé til orða tekið. Um var að ræða sannkallaða svallferð þar sem hálfnaktar konur og fíkniefni voru í aðalhlutverki. Ferðinni var heitið til Hellu.

„Það er eitt sem þú þarft að vita um Bylgjuna,“ sagði Þorgeir Ástvalds við pabbann og bætti við: „Það eru allir kannski að hlusta en enginn er að horfa.“ Að svo búnu þvingaði hann pabbann til að taka kókaín.

„Það eru allir kannski að hlusta en enginn er að horfa.“

Ívar hafði ekki séð atriðið í heild fyrr en það var sýnt á Stöð 2 um helgina. Hann segir að það sé gott að fara vel út fyrir þægindarammann endrum og eins en viðurkennir að hann hafi átt mjög erfitt með að horfa á atriðið, sem tekið var upp kvöld eitt í nóvember. Hann sé þó hæstánægður með útkomuna.

Þeir félagarnir á Bylgjunni þurftu að sögn Ívars smá tíma til að sannfærast um að láta slag standa. „Við þurftum að ræða þetta og gera þetta upp við okkur. Svo ákváðum við bara að fara alla leið – gera þetta almennilega.“

Við upphaf ferðarinnar rétti Heimir Karls feðgunum ferðapakka sem innihélt hvorki blöðrur né gos. „Hvað er í pakkanum?“ spurði Steindi í gervi pabbans. „Smokkar, kamagra, treo, einn líter af landa, Winston í hörðum og hnúajárn,“ svaraði Heimir kaldur en óhætt er að segja að þeir Bylgjumenn hafi farið á kostum.

Ívar segist hafa lært ýmis nýyrði við tökur á sketsinum.
Kýlir í fötu Ívar segist hafa lært ýmis nýyrði við tökur á sketsinum.

Ívar gengst ekki við því að atriðið dragi upp raunsanna mynd af dæmigerðri ferð Bylgjulestarinnar. „Ég man aldrei eftir þessu á mínum 20 árum í Bylgjulestinni,“ segir hann hlæjandi. Hann segir að forstjóri fyrirtækisins hafi lagt blessun sína yfir atriðið áður en það fór í loftið, enda sé það mjög djarft. „Þetta var dálítið erfitt. Þorgeir sagði mér til dæmis að hann hefði reynt að halda barnabörnunum frá sjónvarpinu þegar þátturinn var sýndur. En fólk sér sem betur fer grínið í þessu.“

Ívar sést í myndbandinu „kýla í fötu“ en Ívar uppljóstrar að um píputóbak hafi verið að ræða. Eftir nokkrar tökur hafi hann, sem að eigin sögn hefur aldrei verið reykingamaður, fundið verulega fyrir tóbakinu. Hann hafi verið hársbreidd frá því að stíga út úr bílnum og kasta upp. „Það mátti litlu muna,“ segir hann glaður í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“

Borat-stjarnan opinberar breytt útlit – „Þetta er ekki gervigreind“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi