Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi útvarpsstjóri, gagnrýnir á Facebook efnistök fyrsta þáttar Silfursins. Egill Helgason hafi varið 20 mínútum í að ræða um áfengissölu en bara tæpum þremur í „smámál“ eins og sjómannaverkfallið. Páll er ekki fyrsti yfirmaðurinn af RÚV sem gengur í Sjálfstæðisflokkinn og hjólar af þeim vettvangi í sinn gamla vinnustað.
Þannig gagnrýndi Elín Hirst, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, fréttastofuna sem hún áður stýrði á fundi Sjálfstæðisfélags Mosfellsbæjar árið 2012: „[Mér hefur] oft á tíðum blöskrað hvernig fréttastofan virðist sjá heiminn með gleraugum ríkisstjórnarinnar,“ sagði hún þá.