fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
Fókus

Birgitta segir LÍN ýta undir aumingjavæðingu

Háskólamenntun erlendis einungis ætluð dekurbörnum?

Kristín Clausen
Þriðjudaginn 21. febrúar 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári stóð Birgitta Sigurðardóttir frammi fyrir þeirri staðreynd að allar þær tekjur sem hún myndi vinna sér inn myndu hafa neikvæð áhrif á framfærslulánið sem hún er með hjá Lánasjóði íslenskra námsmanna. Birgitta hefur unnið meðfram sínu námi frá 14 ára aldri. Einnig hefur hún unnið í öllum skólafríum, líkt og svo margir íslenskir námsmenn eru vanir að gera.

Ósanngjörn staða

Birgitta segir að samnemendur okkar frá Evrópu séu með litla eða enga starfsreynslu samanborið við íslenska námsmenn. Því er mikilvægt að halda í þetta einstaka einkenni í stað þess að drepa það niður hægt og rólega með því að refsa fyrir vinnusemi og ýta undir aumingjavæðingu.

„Það að íslenskir námsmenn séu settir í þá stöðu að ákveða hvort það borgi sig að vinna er óásættanlegt,“ segir Birgitta um málið í aðsendri grein á Vísi í dag.

Birgitta segir að þrátt fyrir að hún greiði engin skólagjöld í dönskum háskóla þá sé leigumarkaðurinn í Kaupmannahöfn gríðarlega dýr og erfitt að tryggja sér íbúð. Biðlistar eftir heimavist eru mjög langir og því enda flestir námsmenn á að leigja á almennum markaði.

„Há tekjuskerðing LÍN og lágt frítekjumark reynist mikil hindrun fyrir íslenska námsmenn sem eru að íhuga að flytja utan í nám.“

Ekki refsa duglegum nemendum

Þá bendir Birgitta á að það vanti ákveðinn hóp íslenskra námsmanna erlendis. „Það vantar þá námsmenn sem ekki hafa sterkt bakland eða sterkan efnahag en dreymir um að mennta sig erlendis og öðlast nýja þekkingu.“

Í lok greinarinnar segir Birgitta:

„Hættum að refsa þeim nemendum sem sýna dugnað og frumkvæði en hvetjum þá frekar til vinnusemi og starfsreynslu. Tryggjum að allir íslenskir nemendur óháð efnahag geti sótt sér menntun erlendis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“

Auður gefur óvænt út nýja plötu – „Platan kom til mín á tveimur vikum á Íslandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi

Adele reynir fyrir sér á nýjum vettvangi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro

Gordon Ramsay harðorður um hvort hann muni breyta matseðlinum fyrir fólk á Mounjaro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið

Brjáluð breyting á klámdrottningunni – Sjáðu myndbandið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill

Grátbað um að leika ekki í þessu atriði í One Tree Hill