fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Fókus

Fitnar af fýlu

Brynjar Níelsson vill bumbuna burt og vill komast í Biggest Loser

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. febrúar 2017 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmaðurinn Brynjar Níelsson hefur komst að þeirri niðurstöðu að langvarandi fýla leiði til mikillar þyngdaraukningar. Í bráðfyndinni færslu á Facebook skrifar Brynjar að nú sé svo komið að hann komist ekki í nokkra flík með góðu móti og verði að grípa í taumana svo hann fái að sofa áfram í hjónarúminu.

Brynjar, sem er húmoristi mikill, segir að hann sé ekki nógu agaður og staðfastur í baráttunni við vambarpúkann og veltir fyrir sér hvort mögulegt væri að komast að í Biggest Loser. „Kannski dygði að einhver stjórnsöm „stóra systir“ ræki mig áfram í ræktinni.“

Enginn skortur er á hollráðum frá Facebook-vinum Brynjars, meðal annars að hann fái sér hund svo hann neyðist til að fara út að hreyfa sig. Brynjar jarðar slíkar hugmyndir jafnóðum og sér sæng sína uppreidda:
„Ég myndi bara labba með hann á Bæjarins bestu og við kæmum sílspikaðir heim.“


Færslu Brynjars má sjá hér fyrir neðan:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra

Bróðir Áslaugar Örnu keypti æskuheimili þeirra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín

Flugfreyja einkaþotu afhjúpar hvernig þeir ríku haga sér í háloftunum – Kynsvöll, hjákonur og kampavín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni

Dansandi Íslandsvinir eiga von á sínu fyrsta barni