fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
Fókus

Valgerður er þverpólitískur bræðingur

Ekki ein tiltekin fyrirmynd úr íslenskri pólitík – Halldóra byggði á sex konum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég myndi segja að ég hafi haft allavega sex stjórnmálakonur mjög sterkt í huga, þverpólitískt frá vinstri til hægri. Þetta má ekki vera of einfalt, maður má ekki bara sigla í eina átt,“ segir leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir, aðspurð hvort persóna hennar úr þáttaröðinni Föngum, Valgerður Þorvaldsdóttir, eigi sér einhverja fyrirmynd úr raunveruleika íslenskra stjórnmála.

Margir hafa velt fyrir sér og reynt að rýna í hver fyrirmyndin kunni að vera og ýmsar kenningar verið viðraðar á samfélagsmiðlum. Á það jafnt við um Valgerði sem aðrar persónur þáttanna sem virðast eiga ýmislegt sameiginlegt með fólki úr raunheimi. Halldóra segir þó að hún hafi tekið smávegis frá mörgum og brætt saman nýja persónu.

„Við Raggi [Ragnar Bragason leikstjóri] áttum þetta samtal lengi áður en við fórum í tökur. Hvaða litir eru þarna, hvernig er hárið og hvaða týpu við værum að púlla. Það eru mjög sterk element sem við þekkjum úr samtímanum sem koma fyrir í Valgerði. Það hefur kona farið í formannskjör, það er kona í flokknum sem spilaði handbolta, en þetta er ekki svo einfalt. Það væri ekki áhugavert fyrir mig sem leikkonu að vera bara með eina fyrirmynd.“

Halldóra, sem var gjörsamlega frábær í hlutverki sínu sem framagjarna stjórnmálakonan Valgerður í Föngum, segir að auk þess að hafa sex tilteknar stjórnmálakonur í huga við túlkun sína á Valgerði hafi hún einnig tekið ýmislegt frá karlmönnum líka.

„En þetta er örlítið leyndarmál og maður má ekki afhjúpa það. Ég má ekki segja frá, því þá ræni ég ykkur galdrinum og geri karakterinn of einfaldan,“ segir Halldóra létt í bragði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins

Bjargaði 15 hundum frá skítugu heimili hennar og eiginmannsins
Fókus
Í gær

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins

Afhjúpar hvernig hann blekkti John Cusack í töku eins goðsagnakennda atriðis 80’s tímabilsins
Fókus
Í gær

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni

Best klæddu stjörnurnar á Emmy-verðlaunahátíðinni
Fókus
Í gær

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki

Var einmana fyrst þegar hann flutti til Bandaríkjanna – Þetta gerði hann til að kynnast fólki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni

Leikkona biðst afsökunar eftir að hún birti mynd af sér með slaufuðum tónlistarmanni
Fókus
Fyrir 2 dögum

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts

10 óvænt einkenni D-vítamínskorts